Man Utd ætlar að selja Antony - Zirkzee til Arsenal?
banner
   lau 24. febrúar 2024 17:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Maguire: Vorum barnalegir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Manchester United tapaði gegn Fulham eftir að hafa unnið fjóra leiki í röð.


Calvin Bassey kom Fulham yfir eftir hornspyrnu en Harry Maguire jafnaði metin undir lok venjulegs leiktíma áður en Alex Iwobi tryggði Fulham sigur seint í uppbótatíma.

„Við byrjuðum leikinn ekki vel. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en þegar þú ert ekki að spila upp á þitt besta verður maður að gera grundvallaratriðin rétt og föst leikatriði eru hluti af því. Við vissum að þeir myndu ógna okkur þar og þeir skoruðu snemma í seinni hálfleik úr því sem við vissum svo það var svekkjandi," sagði Maguire.

„Við svöruðum vel og þegar við jöfnuðum var sennilega bara eitt lið að fara vinna. Við vorum sennilega barnalegir í lokin að senda of marga leikmenn fram og okkur var refsað á skyndisóknum. Við komum með sjálfstraust í leikinn eftir að hafa verið á góðu skriði."


Athugasemdir
banner
banner