Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 24. mars 2019 19:02
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Undankeppni EM: Króatar töpuðu í Ungverjalandi
Ísrael fór illa með Austurríki
Mark Rebic fyrir Króata í Ungverjalandi dugði ekki til sigurs.
Mark Rebic fyrir Króata í Ungverjalandi dugði ekki til sigurs.
Mynd: Getty Images
Ungverjaland sigraði Króatíu.
Ungverjaland sigraði Króatíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þremur leikjum var að ljúka í undankeppni Evrópumótsins allsstaðar 2020.

Í Ungverjalandi tóku heimamenn á móti Króötum, þar voru þrjú mörk skoruð. Ante Rebic kom gestunum yfir á 13. mínútu en Adam Szalai jafnaði metin fyrir Ungverja áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Það var svo Mate Patkai sem reyndist hetja Ungverjalands í leiknum þegar hann skoraði sigurmark þeirra á 76. mínútu. Frekar óvænt úrslit, Ungverjaland tapaði á fimmtudaginn gegn Slóvakíu en á sama tíma sigraði Króatía, Aserbaídsjan 2-1.

Í C-riðli voru einnig nokkuð óvænt úrslit en þar mættust Ísrael og Austurríki, heimamenn voru í miklu stuði í dag og skoruðu fjögur mörk, Eran Zahavi skoraði þrennu fyrir Ísrael í 4-2 sigri. Marko Arnautovic skoraði bæði mörk Austurríkis í dag og Munas Dabbur skoraði fjórða mark Ísraels.

Ísrael er því á toppi C-riðils eftir sigurinn með fjögur stig, þeir gerðu jafntefli við Slóveníu á fimmtudaginn. Austurríki er hins vegar stigalaust á botni riðilsins eftir tvö töp í röð, 0-1 tap gegn Póllandi var niðurstaðan í fyrri leiknum.

Skotar sem töpuðu 3-0 gegn Kasakstan á fimmtudaginn mættu San Marínó, þeir lentu ekki í neinum vandræðum að þessu sinni og unnu þægilegan 0-2 sigur. Þeir Kenny McLean og Johnny Russell skoruðu mörk Skotlands í dag.

Skotland er í 5. sæti I-riðils með 3 stig en San Marínó stigalaust á botninum.

E-riðill
Ungverjaland 2 - 1 Króatía
0-1 Ante Rebic ('13 )
1-1 Adam Szalai ('34 )
2-1 Mate Patkai ('76 )

C-riðill
Ísrael 4 - 2 Austurríki
0-1 Marko Arnautovic ('8 )
1-1 Eran Zahavi ('34 )
2-1 Eran Zahavi ('45 )
3-1 Eran Zahavi ('55 )
4-1 Munas Dabbur ('66 )
4-2 Marko Arnautovic ('75 )

I-riðill
San Marínó 0 - 2 Skotland
0-1 Kenny McLean ('4 )
0-2 Johnny Russell ('74 )
Athugasemdir
banner