Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. mars 2020 08:20
Elvar Geir Magnússon
Man Utd vill Osimhen - Man City hefur áhuga á Tonali
Powerade
Victor Osimhen.
Victor Osimhen.
Mynd: Getty Images
Sandro Tonali.
Sandro Tonali.
Mynd: Getty Images
Rice, Rose, Edouard, Bellingham, Alaba, Osimhen, Tonali og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Manchester United ætlar að leggja áherslu á að fá Victor Osimhen (21), sóknarmann Lille og Nígeríu, í sumarglugganum. (Le10 Sport)

Manchester City hefur áhuga á að fá ítalska miðjumanninn Sandro Tonali (19) frá Brescia. (Corriere dello Sport)

Chelsea hefur áhuga á að kaupa enska varnarmiðjumanninn Declan Rice (21) frá West Ham í sumar. (Sky Sports)

Newcastle vonast til að tryggja sér enska bakvörðinn Danny Rose (29) til frabúðar í sumar. Rose er hjá Newcastle á láni frá Tottenham. (I Sport)

Arsenal íhugar að gera tilboð í sumar í franska framherjann Odsonne Edouard (22) hjá Celtic. Edouard hefur verið duglegur við markaskorun fyrir Skotlandsmeistarana. (Mirror)

Vonir Manchester United um að fá Jude Bellingham (16) frá Birmingham hafa aukist en Borussia Dortmund hefur hætt við áætlanir sínar um að bjóða í táninginn. (Mirror)

David Alaba (27), varnarmaður Bayern München, mun hafna möguleika á að fara til Manchester City í sumar en hann vill fara til Real Madrid eða Barcelona. (Bild)

Þegar enska deildin fer aftur af stað gæti verið leikið annars staðar en í London þar sem tilfelli kórónaveirunnar í höfuðborginni eru mörg hlutfallslega. (Telegraph)

Tottenham hefur áhua á enska miðjumanninum Eberechi Eze (21) hjá QPR. (Express)

Ameríski milljarðamæringunn Michael Dell (55) er í viðræðum um að fjárfesta í Championship-félaginu Derby County. (NBC Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner