Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. mars 2020 12:30
Elvar Geir Magnússon
Vill að úrvalsdeildarfélög styrki félög í neðri deildum fjárhagslega
Paul Scally.
Paul Scally.
Mynd: Getty Images
Paul Scally, stjórnarformaður Gillingham, hefur kallað eftir því að hvert úrvalsdeildarfélag á Englandi setji 2,5 milljónir punda í sjóð sem notaður yrði til að styðja við félög í neðri deildum sem eiga á hættu að fara í gjaldþrot.

Fjárhagsstaða margra félaga er slæm vegna útbreiðslu kórónuveirunnar en keppni hefur verið frestað.

Gillingham er í C-deildinni en félagið er með um 300 starfsmenn og greiðir um 400 þúsund pund í laun á mánuði.

Ensku deildasamtökin hafa samþykkt að setja 50 milljónir punda í bótasjóð fyrir félagin en Scally segir að það þurfi frekari fjárhagsaðstoð.

„Ég er ekki hrifinn af því að betla. Ég kalla bara eftir því að félög sem eru í sama bransa sýni stuðning til félaga sem eru rekin af skynsemi en lenda í vandræðum vegna stöðunna," segir Scally.
Athugasemdir
banner
banner
banner