Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   fös 24. mars 2023 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Grindavík fær tvær frá Stjörnunni (Staðfest)
Mynd: Grindavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Grindavík er búið að krækja í tvo efnilega leikmenn á lánssamningum frá Stjörnunni sem munu spila með liðinu í Lengjudeild kvenna í sumar. Þær eru Mist Smáradóttir og Heiðdís Emma Sigurðardóttir, báðar fæddar 2005.


Mist hefur komið við sögu í þremur leikjum í efstu deild með Stjörnunni en í fyrra lék hún með Álftanesi í 2. deild. Hún spilar ýmist sem bakvörður eða kantmaður og reiðir sig mikið á hraða sinn til að geysast upp og niður vænginn.

Heiðdís er markvörður sem á eftir að spila leik í efstu deild með Stjörnunni en hún lék einnig með Álftanesi í fyrra.

„Ég er virkilega ánægður að fá Heiðdísi og Mist til Grindavíkur. Þær falla vel inn í hópinn og tilkoma þeirra mun auka samkeppni um stöður í liðinu. Ég er þess fullviss að þær mun styrkja okkar lið fyrir komandi tímabil,“ sagði Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur.

Knattspyrnudeild Grindavíkur býður þær Heiðdísi og Mist velkomnar til félagsins!" segir meðal annars í tilkynningu á samfélagsmiðlum knattspyrnudeildar Grindavíkur.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner