Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 24. mars 2023 09:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nagelsmann strax orðaður við annað starf - Rashford bíður rólegur
Powerade
Julian Nagelsmann.
Julian Nagelsmann.
Mynd: EPA
Hvað gerir Messi í sumar?
Hvað gerir Messi í sumar?
Mynd: EPA
Rashford er að bíða með nýjan samning.
Rashford er að bíða með nýjan samning.
Mynd: Getty Images
Gleðilegan föstudaginn. Hér fyrir neðan eru helstu slúðurmolar dagsins. Haaland, Nagelsmann, Rashford, Maupay, Messi og fleiri góðir eru í slúðri dagsins.

Spænska stórveldið Real Madrid hefur hrint af stað verkefni sem felur í sér að félagið muni kaupa Erling Haaland (22) frá Manchester City sumarið 2024. Þá verður riftunarverð upp á 240 milljónir evra virkt í samningi hans. (AS)

Bayern München er búið að ákveða að reka Julian Nagelsmann og mun Thomas Tuchel taka við af honum. (Bild)

Tottenham gæti leitað til Nagelsmann til að taka við af Antonio Conte. (football.london)

Samningur Jose Mourinho hjá Roma rennur út í sumar en hann mun funda með félaginu á næstunni til þess að ræða nýjan samning. (Sky Italy)

Paris Saint-Germain gæti reynt að fá Rafael Leao (23) frá AC Milan ef Lionel Messi skrifar ekki undir nýjan samning við félagið. (Calciomercato)

Chelsea, Manchester City og Newcastle eru að íhuga að reyna að fá enska framherjann Samuel Iling-Junior (19) frá Juventus í sumar. (90min)

Marcus Rashford (25) ætlar ekki að skrifa undir nýjan samning við Manchester United fyrr en það er ljóst hverjir framtíðareigendur félagsins verða. Núgildandi samningur hans rennur út á næsta ári. (Sun)

Arsenal er í baráttu við Leeds, AC Milan og Sevilla um Ilias Akhomach (18), kantmann Barcelona. (Sport)

Liverpool mun fá samkeppni frá Manchester United um Paul Mitchell, yfirmann fótboltamála hjá Mónakó. Mitchell er mjög vel að sér í leikmannamálum en hann mun yfirgefa Mónakó á næstunni. (Mirror)

Manchester City er að vinna í því að kaupa miðvörðinn Luka Vuskovic (16) frá Split í Króatíu en PSG hefur líka sýnt leikmanninum áhuga. (Fabrizio Romano)

Everton og Newcastle eru að skoða að kaupa framherjann Giovani (19) frá Palmeiras í Brasilíu. (ESPN Brasil)

Everton ætlar að setja sóknarmanninn Neal Maupay (26) á sölulista í sumar. (Football Insider)

Líkurnar á því að Messi yfirgefi PSG og fari heim til Barcelona í sumar eru að aukast. (90min)

Sóknarmaðurinn Che Adams (26) mun mögulega yfirgefa Southampton ef félagið fellur úr ensku úrvalsdeildinni á næstu vikum. Leeds, sem er einnig að berjast fyrir lífi sínu í deildinni, hefur áhuga á honum. (Football Insider)

Victor Lindelöf (28), miðvörður Manchester United, mun taka ákvörðun um framtíð sína í sumar. (Mirror)

Aðilar áhugasamir um að kaupa Manchester United hafa áhyggjur af því að Glazer-fjölskyldan muni á endanum taka ákvörðun um að selja félagið ekki. (Guardian)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner