Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 24. maí 2019 15:30
Arnar Daði Arnarsson
Vilhjálmur Freyr spáir í 6. umferðina í Pepsi Max
Vilhjálmur Freyr.
Vilhjálmur Freyr.
Mynd: Instagram
Björn Berg mætir sínu gömlu félögum.
Björn Berg mætir sínu gömlu félögum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Haukur Páll er í leikbanni.
Haukur Páll er í leikbanni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
6. umferðin í Pepsi Max-deild karla hefst á morgun með þremur leikjum. Umferðin lýkur síðan á sunnudagskvöldið með öðrum þremur leikjum.

Ingólfur Grétarsson, betur þekktur sem Gói Sportrönd spáði fimm leikjum rétt frá Tel Aviv í síðustu umferð og nú er komið að Vilhjálmi Frey Hallssyni, einum af þáttastjórnendum hlaðvarpsþáttarins, Steve Dagskrá.

HK 3 – 1 Grindavík (16:00 á morgun)
Það er alltaf dúnalogn í Kórnum og það er eitthvað sem Grindvíkingar kunna ekkert á. Brynjar “Lewandowski” Jónasson er kominn með bakið upp við vegg eftir klúðrið gegn KR og skorar eitt stykki. Emil Atla smyglar inn öðru markinu og BBB setur síðasta með skalla. Aron Jó mun skora mark Grindvíkinga. Þetta gæti síðan alveg snúist upp í andhverfu sína ef Srdjan vaknar og byrjar Hermanni Á. Björnssyni. Alvöru galdrar í skónum hans.

KA 2 – 0 ÍBV (16:30 á morgun)
Það er spáð glampandi sól og góðum Greifavelli næsta laugardag. ÍBV má alls ekki við því að missa fleiri peyja úr liðinu og sú staðreynd að Felix sé ekki með er banabiti fyrir eyjamenn. Hallgrímur M. skorar úr tveimur aukaspyrnum en P. Hipólito verður drullusama. Bara sáttur við sína menn.

Víkingur R. 1 – 2 KR (18:00 á morgun)
Úff 18:00 á laugardegi í Laugardalnum. Menn hafa alveg kíkt í tvo, þrjá síða fyrir minna tilefni. Leikurinn byrjar frábærlega fyrir KR sem verða komnir 0-2 strax á fyrstu 15. En svo endurtekur sagan sig þar sem KR hættir leik á 80. Mínútu og Nikolaj Hansen gerir mér þann fantasy greiða og þrýstir honum yfir línuna áður en flautan gellur. Mörk KR skora: Marlon Harewood okkar íslendinga, Björgvin Stefánsson og Pálmi Rafn.

ÍA 3 – 0 Stjarnan (17:00 á sunnudag)
Ég sé ekki hvað vinafólk mitt í Garðabæ ætlar að gera uppi á Skaga. Skaginn mun ekki pressa jafn hátt og áður og mun leikurinn því spilast löturhægt á vallarhelmingi Stjörnunnar sem munu ekki þora að færa sig ofar. ÍA mætir þeim við miðju og Tryggvi Hrafn skorar 3 stykki eftir stoðsendingar frá mest sexy markmanni deildarinnar Árna Snæ.

Fylkir 1 – 2 FH (19:15 á sunnudag)
Sem FH-ingur hef ég nákvæmlega engar áhyggjur af Lautarferðinni. FH verður 70% með boltann og HOB#22 skorar rétt fyrir hálfleik. Hann leggur síðan upp mark fyrir Björn Daníel í seinni. Fylkir mun djöflast og reyna en verður lítið ágengt. Sköllótti skelfirinn, Arnór Gauti, skorar fyrir Fylki.

Valur 0 – 1 Breiðablik (19:15 á sunnudag)
Sterkur sigur Blika. Valur sprakk í síðasta leik og er ennþá að jafna sig. Enginn Haukur Páll og Eiður er spurningarmerki. Svo er Bjarni Ólafur á meiðslalistanum líka eftir að Jónatan Ingi gekk frá honum í síðasta leik. Hann er búinn að vera heima með kósí teppi að jafna sig en mér skilst að hann sé á batavegi. Blikar hleypa engu í gegnum sig með Elfar og Damir á eldi, markið skorar Guðjón Pétur úr opnum leik.

Sjá einnig:
Gói Sportrönd (5 réttir)
Oliver Sigurjónsson (4 réttir)
Lucas Arnold (3 réttir)
Alexandra Jóhannsdóttir (2 réttir)
Fanndís Friðriksdóttir (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner