Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   sun 24. maí 2020 12:40
Ívan Guðjón Baldursson
Aðeins tveir með veiruna í Championship
Mynd: Getty Images
Enska neðrideildasambandið er búið að staðfesta að aðeins tveir leikmenn og/eða starfsmenn félaga í Championship deildinni greindust með veiruna af þeim 1014 sem voru prófaðir.

Einstaklingarnir tveir eru hjá sama félagi og munu fara í vikulanga einangrun. Prófað var leikmenn og starfsmenn allra 24 félaga í Championship deildinni.

Þetta eru afar góðar fréttir fyrir enska knattspyrnu þar sem stefnt er að því að hefja leik aftur í júní.

Markmiðið er að fara af stað um miðjan júní en mögulegt er að þeirri dagsetningu verði frestað til loka mánaðarins.

Endurræsing þýska boltans hefur tekist vel og er útlit fyrir að Ítalía, Spánn og England fari að fordæmi Þjóðverja. Ólíkt Skotum, Frökkum, Belgum og Hollendingum sem hafa ákveðið að enda sín tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner