sun 24. maí 2020 06:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Stöð 2 
Björn Daníel: Ég veit að ég var ekki nógu góður
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Björn Daníel Sverrisson er nýr fyrirliði FH sem leikur í Pepsi Max-deildinni. Björn tekur við fyrirliðabandinu af Davíð Þór Viðarssyni sem lagði skóna á hilluna eftir síðustu leiktíð.

Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Björn í gær fyrir hönd Stöð 2 og birtist viðtalið í Sportpakkanum. Björn var spurður út í markmið FH-inga, gagnrýnina sem hann fékk fyrir frammistöðu sína síðasta sumar og nýja hlutverk sitt.

„Þegar maður spilar fyrir FH hugsar maður ekki um að enda í einu af topp þremur. Maður hugsar um það að stefna á toppinn og vinna deildina. Ég held að allir sem eru viðloðnir félagið stefni að því sama og það er að vinna deildina á hverju ári."

„Ég er sjálfur gagnrýninn á mig. Ég var ekki nógu góður. Ég var bestur fyrir tíu árum og það er langt síðan. Það væri gaman að geta fengið uppreisn æru, ef það er hægt að segja svo, á þessu tímabili."

„Ég var mjög ánægður þegar Óli (Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH) talaði við mig og stoltur. Ég er uppalinn hérna og að vera gerður að fyrirliða FH var draumur hjá manni þegar maður var yngri. Það var kominn tími á Davíð svo það þurfti að finna einhvern nýjan,"
sagði Björn.

Sjá einnig:
Gummi Ben: Á að vera einn sá besti en var það alls ekki í fyrra
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner