Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 24. maí 2020 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Iniesta: HM 2010 bjargaði mér frá þunglyndi
Andrés Iniesta skoraði sigurmarkið í mögnuðum sigri Spánar
Andrés Iniesta skoraði sigurmarkið í mögnuðum sigri Spánar
Mynd: Getty Images
Dani Jarque í leik með Espanyol
Dani Jarque í leik með Espanyol
Mynd: Getty Images
Andrés Iniesta var hetja spænska landsliðsins sem vann Holland í úrslitaleik HM í Suður-Afríku árið 2010 en hetjan var þó að glíma við andlega erfiðleika.

Iniesta var afar sigursæll með liði Barcelona og bætti þá við safnið með spænska landsliðinu er það vann EM 2008.

Ári síðar lést spænski varnarmaðurinn Dani Jarque, sem var þá á mála hjá Espanyol, en hann var góðvinur Iniesta. Jarque var aðeins 26 ára gamall þegar hann fékk hjartaáfall og reyndist það Iniesta afar erfitt.

„Því miður þá lenti í í nokkrum erfiðum lífsreynslum í röð þó ég hafi verið að að ná miklum árangri á vellinum. Dani Jarque dó í ágúst árið 2009 og ég var mjög viðkvæmur og þurfti á faglegri hjálp að halda," sagði Iniesta.

„Þetta var erfiðasti kafli lífs míns. Það var mjög gott fyrir mig að vera með stuðning frá Önnu, sem var þá kærasta mín og er eiginkona mín í dag, og svo auðvitað frá foreldrunum líka."

Iniesta skoraði sigurmarkið í framlengingu gegn Hollendingum á HM sem skilaði titlinum en hann segir það hafa hjálpað sér.

„Þessi kafli tilheyrir sögunni. Þetta gerði mig sterkari og töluvert betri."

„Ég fann að þetta var ekki ég og ég var ekki að njóta. Fólk í kringum mann er bara fólk. Maður er ekki með neinar tilfinningar eða ástríðu og á endanum er maður tómur að innan áður en augnablikið kemur þar sem maður fattar að maður höndlar þetta ekki lengur."

„Ég hafði þann eiginleika að sjá að ég þurfti að fá hjálp til að komast úr þessari stöðu. Það mikilvægasta á þessum kafla mínum er að ég týndi aldrei neistanum,"
sagði Iniesta í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner