Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. maí 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Muller jafnaði met De Bruyne í gær
Mynd: Getty Images
Þýski sóknarmaðurinn, Thomas Muller, skoraði eitt og lagði upp annað er Bayern vann 5-2 sigur á Eintracht Frankfurt á Allianz Arena í gærkvöldi. Leikurinn var lokaleikur gærdagsins í Bundesliga og er Bayern á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forskot.

Muller lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Leon Goretzka sem kláraði laglega í netið. Stoðsendingin var sú sautjánda hjá Muller í deildinni á þessari leiktíð.

Kevin De Bruyne átti metið yfir flestar stoðsendignar og nú hefur Muller jafnað það met. Enn eru sjö umferðir eftir. De Bruyne náði þessum fjölda með Wolfsburg leiktíðina 2014/15 en hann var í kjölfarið keyptur til Manchester City.

Muller er í harðri baráttu við Jadon Sancho því Englendingurinn hefur lagt up sextán mörk í deildinni.


Athugasemdir
banner
banner