þri 24. maí 2022 22:28
Brynjar Ingi Erluson
Klopp stjóri ársins í ensku úrvalsdeildinni
Mynd: Sky Sports
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, er stjóri ársins í ensku úrvalsdeildinni en verðlaunin voru afhent í kvöld.

Klopp gerði frábæra hluti með Liverpool á þessari leiktíð og veitti Manchester City mikla samkeppni í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.

Lið hans tapaði einungis tveimur leikjum á tímabilinu og komu þeir báðir fyrir áramót.

Þetta er í annað sinn sem hann er valinn stjóri ársins en hann var einnig valinn er Liverpool vann deildina árið 2020.

Hann og Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hafa séð um að vinna verðlaunin síðustu fimm ár en Guardiola hefur unnið þrisvar.

Þetta eru önnur verðlaunin í kvöld sem Klopp vinnur en hann var einnig valinn stjóri ársins hjá þjálfarasamtökunum, LMA, verðlaun sem hann vann einnig árið 2020.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner