Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mið 24. maí 2023 19:47
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Vinicius fékk standandi lófaklapp á Bernabeu
Vinicius fékk blíðar móttökur á Bernabeu
Vinicius fékk blíðar móttökur á Bernabeu
Mynd: EPA
Nicolas Jackson skoraði tvennu
Nicolas Jackson skoraði tvennu
Mynd: EPA
Real Madrid er komið aftur upp í annað sæti La Liga eftir dramatískan 2-1 sigur á Rayo Vallecano í dag.

Brasilíski sóknarmaðurinn Vinicius Jr var ekki með Madrídingum í dag og tók sér sæti í stúkunni en hann fékk standandi lófaklapp á leikvanginum.

Vinicius varð enn og aftur fyrir kynþáttaníði í síðasta leik Real Madrid gegn Valencia. Hann var rekinn af velli í leiknum en myndbönd sýndu að það voru andstæðingarnir sem áttu skilið refsingu.

Rauða spjaldið hefur verið dregið til baka og VAR-dómarinn rekinn en Vinicius kallar eftir breytingum þegar það kemur að rasisma og standa stuðningsmenn Real Madrid þétt við bakið á honum og sýndu það í verki á leikvanginum í dag.

Real Madrid vann þá leikinn gegn Vallecano, 2-1. Karim Benzema skoraði á 31. mínútu en þegar sex mínútur voru eftir jafnaði Raul de Tomas fyrir Vallecano.

Undir lok leiks gerði Rodrygo Goes sigurmarkið og skaut Madrídingum upp í annað sætið. Elche og Sevilla gerðu þá 1-1 jafntefli á meðan Villarreal vann 2-0 sigur á Cadiz. Nicolas Jackson gerði bæði mörk Villarreal.

Úrslit og markaskorarar:

Elche 1 - 1 Sevilla
0-1 Erik Lamela ('10 )
1-1 Tete Morente ('25 )
Rautt spjald: Pape Alassane Gueye, Sevilla ('18)

Villarreal 2 - 0 Cadiz
1-0 Nicolas Jackson ('20 )
2-0 Nicolas Jackson ('45 )

Real Madrid 2 - 1 Rayo Vallecano
1-0 Karim Benzema ('31 )
1-1 Raul De Tomas ('84 )
2-1 Rodrygo ('89 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 38 28 4 6 102 39 +63 88
2 Real Madrid 38 26 6 6 78 38 +40 84
3 Atletico Madrid 38 22 10 6 68 30 +38 76
4 Athletic 38 19 13 6 54 29 +25 70
5 Villarreal 38 20 10 8 71 51 +20 70
6 Betis 38 16 12 10 57 50 +7 60
7 Celta 38 16 7 15 59 57 +2 55
8 Osasuna 38 12 16 10 48 52 -4 52
9 Vallecano 38 13 13 12 41 45 -4 52
10 Mallorca 38 13 9 16 35 44 -9 48
11 Valencia 38 11 13 14 44 54 -10 46
12 Real Sociedad 38 13 7 18 35 46 -11 46
13 Alaves 38 10 12 16 38 48 -10 42
14 Getafe 38 11 9 18 34 39 -5 42
15 Espanyol 38 11 9 18 40 51 -11 42
16 Sevilla 38 10 11 17 42 55 -13 41
17 Girona 38 11 8 19 44 60 -16 41
18 Leganes 38 9 13 16 39 56 -17 40
19 Las Palmas 38 8 8 22 40 61 -21 32
20 Valladolid 38 4 4 30 26 90 -64 16
Athugasemdir
banner