Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 24. maí 2024 21:27
Brynjar Ingi Erluson
Bjarki og Mikael í úrslit umspilsins
Mikael Egill kom inn af bekknum í leiknum
Mikael Egill kom inn af bekknum í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Steinn Bjarkason og Mikael Egill Ellertsson eru komnir í úrslitarimmu um sæti í Seríu A en þetta varð ljóst eftir 2-1 sigur Venezia á Palermo í kvöld.

Mikael Egill kom inn af bekknum hjá Venezia í sigrinum í kvöld en Bjarki var allan tímann á bekknum.

Venezia vann fyrri leikinn 1-0 og hefði jafntefli því dugað til að komast áfram.

Liðið ætlaði að gera gott betur en það og þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks var staðan 2-0 Venezia í vil. Palermo náði að klóra í bakkann undir lok leiks er Venezia gerði sjálfsmark en lengra komst liðið ekki.

Venezia mun því mæta Cremonese eða Catanzaro í tveggja leikja rimmu um sæti í Seríu A en spilað er 30. maí og 2. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner