Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 24. maí 2024 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía um helgina - Lokaumferðin fer að mestu leyti fram
Evrópudeildarmeistararnir eru í eldlínunni um helgina
Evrópudeildarmeistararnir eru í eldlínunni um helgina
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Það er ansi óvenjuleg staða komin upp í ítösku deildinni en lokaumferðin fer fram um helgina.


Hún er ekki leikin öll á sama tíma eins og við eigum að venjast. Þetta hefst allt í kvöld þar sem Albert Guðmundsson og félagar fá Bologna í heimsókn. Liðin hafa að engu að keppa þar sem Genoa er um miðja deild og Bologna hefur tryggt sér Meistaradeildarsæti.

Tveir leikir fara fram á morgun og umferðinni lýkur á sunnudaginn með sex leikjum. Fiorentina, Lazio og Roma berjast um Evrópusæti.

Fiorentina spilar hins vegar ekkert um helgina. Liðið mun ljúka keppni um næstu helgi þegar liðið mætir Atalanta í leik sem var frestað fyrr í vetur.

Þá kemur í ljós hvort það verði Empoli, Udinese eða Frosinone sem fellur með Sassuolo og Salernitana.

föstudagur 24. maí
18:45 Genoa - Bologna

laugardagur 25. maí
16:00 Juventus - Monza
18:45 Milan - Salernitana

sunnudagur 26. maí
16:00 Atalanta - Torino
16:00 Napoli - Lecce
18:45 Empoli - Roma
18:45 Frosinone - Udinese
18:45 Verona - Inter
18:45 Lazio - Sassuolo


Athugasemdir
banner
banner
banner