Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   fös 24. maí 2024 08:00
Elvar Geir Magnússon
Liverpool vill Summerville - Newcastle reynir við landsliðsmenn
Powerade
Summerville fagnar marki með Leeds.
Summerville fagnar marki með Leeds.
Mynd: Getty Images
Calvert-Lewin fagnar.
Calvert-Lewin fagnar.
Mynd: EPA
Maresca er á blaði Chelsea.
Maresca er á blaði Chelsea.
Mynd: Getty Images
Ademola Lookman.
Ademola Lookman.
Mynd: EPA
Leikmaður Leeds er orðaður við Liverpool, Newcastle United ætlar að bjóða í tvo leikmenn Englands og Chelsea er í stjóraleit. Þetta og fleira í slúðurpakka dagsins.

Liverpool hefur snúið sér að hollenska kantmanninum Crysencio Summerville (22) hjá Leeds eftir að hafa ákveðið að reyna ekki við Anthony Gordon (23) kantmann Newcastle og enska landsliðsins. (90 mín)

Chelsea mun hlusta á tilboð í enska miðjumanninn Conor Gallagher og enska varnarmanninn Trevoh Chalobah (báðir 24) eftir brottför Mauricio Pochettino. (Evening Standard)

Newcastle United vonast til að fá tvo enska landsliðsmenn til sín í sumar en Dominic Calvert-Lewin (27) framherji Everton og Jarrod Bowen sóknarleikmaður West Ham (einnig 27) eru á óskalistanum. (Telegraph)

Newcastle vill fá tæpar 200 milljónir punda fyrir Alexander Isak (24), sænska framherjann sem hefur verið orðaður við Arsenal. (Mirror)

Líklegast er að Manchester United ráði Thomas Tuchel ef Erik ten Hag verður rekinn. (Guardian)

Kieran McKenna, stjóri Ipswich Town, er opinn fyrir því að taka við Manchester United ef Ten Hag fer. (Manchester Evening News)

Brighton vill ráða McKenna en gæti reynt að fá Graham Potter fyrrverandi stjóra til baka ef þeim tekst það ekki. (Times)

Chelsea ætlar að biðja nýliða Leicester City um leyfi til að ræða við stjórann Enzo Maresca. (Talksport)

McKenna, Maresca og Thomas Frank stjóri Brentford eru allir á blaði Chelsea. (BBC)

Nottingham Forest verður að selja leikmenn fyrir lok júní til að forðast að brjóta reglur um hagnað og sjálfbærni í úrvalsdeildinni og verða fyrir mögulegum stigafrádrætti á næsta tímabili. (i)

Bayern München fylgist með John Stones (29) varnarmanni Englands og Manchester City. (Football Insider)

Enski miðjumaðurinn Jack Grealish (28) hjá Manchester City, er einnig á óskalista Bayern. (Sun)

Manchester City er opið fyrir því að selja brasilíska markvörðinn Ederson (30) ef rétta tilboðið berst frá Sádi-Arabíu. (90 mín)

Ademola Lookman (26) hjá Atalanta vekur áhuga hjá enskum úrvalsdeildarfélögum eftir þrennu sína í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Nígeríski kantmaðurinn gæti kostað 30 milljónir punda. (Times)

Julen Lopetegui, stjóri West Ham, vill að enski miðvörðurinn Max Kilman (27) hjá Wolves verði einn af að minnsta kosti sex kaupum sumarsins. (Guardian)

Arsenal hefur áhuga á Justin Bijlow (26) markverði Feyenoord og Hollands. Aaron Ramsdale fer líklega í sumar. (Telegraph)

Burnley fer fram á 17 milljónir punda í bætur frá Bayern fyrir að taka stjórann Vincent Kompany frá þeim. (Sky Sports Þýskalandi)

Manchester United leiðir kapphlaupið um franska kantmanninn Michael Olise (22) hjá Crystal Palace. (Football Transfers)

Aston Villa íhugar að segja upp samningi við brasilíska miðjumanninn Philippe Coutinho (31). (Givemesport)

Callum Hudson-Odoi (22) kantmaður Nottingham Forest og enska landsliðsins mun verða skotmark Tottenham. (Guardian)

Ajax og Feyenoord hafa áhuga á Omari Hutchinson (22) kantmanni Chelsea sem var á láni hjá Ipswich á síðustu leiktíð. (Football London)

Souleymane Sidibe (17) leikmaður Stoke, gæti fært sig um set í sumar en Brighton, Chelsea, Mónakó og Juventus áhuga á franska miðjumanninum. (Foot Mercato)

Brasilíski kantmaðurinn Willian (35) er að íhuga tilboð frá Sádi-Arabíu þar sem samningur hans við Fulham er að renna út. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner