Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 24. júní 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sancho frystur en samgleðst með Saka
Saka var stórkostlegur í gær.
Saka var stórkostlegur í gær.
Mynd: EPA
Það var mikið af fólki sem var reitt og furðulostið þegar byrjunarlið Englands fyrir leik gegn Tékklandi á Evrópumótinu var tilkynnt.

Sóknarleikur Englands gegn Skotlandi var skelfilegur, en þrátt fyrir það hélt Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, kantmanninum Jadon Sancho áfram utan byrjunarliðsins.

Sancho hefur verið gríðarlega góður með Borussia Dortmund í Þýskalandi undanfarin tímabil en hefur ekki hlotið náð fyrir augum landsliðsþjálfarans hingað til á Evrópumótinu. Það hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum og mikið af fólki sem botnar ekkert í landsliðsþjálfaranum.

Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, kom inn í liðið. Það voru efasemdaraddir um að það væri rétt ákvörðun, en Saka þaggaði niður í þeim með stórkostlegri frammistöðu. Hann var maður leiksins í 1-0 sigri Englands.

Sancho, sem kom inn á undir lokin og spilaði sínar fyrstu mínútur á Evrópumótinu, var ekki í neinni fýlu. Alla vega ekki á samfélagsmiðlum. Hann sendi kveðju á félaga sinn, Saka, og óskaði honum til hamingju með góðan leik. Vel gert hjá Sancho.

„Ég er rosalega ánægður með þennan gæja. Hann nýtti tækifærið eins og ég sagði honum að gera," skrifaði Sancho við mynd af Saka á Instagram eftir leik.

Hér að neðan má sjá skjáskot af þessu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner