Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 24. júlí 2021 15:54
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd fékk á sig fjögur mörk - Antonio með tvö í stórsigri á Celtic
Jesse Lingard skoraði í tapi gegn QPR
Jesse Lingard skoraði í tapi gegn QPR
Mynd: Heimasíða Man Utd
Ensku úrvalsdeildarfélögin eru á fullu að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. Manchester United tapaði fyrir QPR í dag í markaleik en leiknum lauk með 4-2 sigri B-deildarliðsins.

Jesse Lingard kom United á bragðið á 3. mínútu en Charlie Austin jafnaði metin fjórum mínútum síðar.

QPR skoraði þrjú mörk á átta mínútum í síðari hálfleik þar sem Lyndon Dykes gerði tvö mörk. Sænski framherjinn Anthony Elanga gerði sárabótarmark fyrir United áður en leiknum lauk en hann er 19 ára gamall. Lokatölur 4-2 fyrir QPR.

Burnley vann Oldham 2-0. Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn fyrir Burnley.

Burton Albion og Leicester gerðu markalaust jafntefli. West Ham vann Celtic 6-2 þar sem Michail Antonio skoraði tvö mörk. Mark Noble, Said Benrahma, Jarrod Bowen og Armstrong Oko komust einnig á blað.

Stoke lagði þá Aston Villa 2-0 og þá gerðu Watford og WBA markalaust jafntefli. Wilfried Zaha skoraði þá eina mark leiksins er Crystal Palace vann Ipswich Town.
Athugasemdir
banner
banner
banner