Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. júlí 2022 20:33
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd og Newcastle fylgjast með framherja Salzburg - „Hann virðist vera algjört skrímsli"
Benjamin Sesko
Benjamin Sesko
Mynd: Getty Images
Manchester United og Newcastle United fylgjast grannt með stöðu slóvenska framherjans Benjamin Sesko, sem er á mála hjá RB Salzburg í Austurríki.

Sesko þykir einn efnilegasti framherji Evrópu en hann skoraði 11 mörk í 37 leikjum með Salzburg á síðustu leiktíð og er þegar kominn með 13 landsleiki fyrir Slóveníu.

Framherjinn er aðeins 19 ára gamall og er þegar kominn með tvö mörk í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins með Salzburg.

Ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að Manchester United sé að fylgjast náið með stöðu hans, en að það sé ekki í forgangi að fá hann eins og er. Hann er talinn mjög spennandi leikmaður með mikla hæfileika en hann er 1,94 á hæð og eldfljótur.

Arnar Laufdal Arnarsson, fréttamaður Fótbolta.net og Magnús Hólm Einarsson ræddu um Sesko í hlaðvarpsþættinum Ungstirnin í september á síðasta ári en umræðan um hann hefst á 35:30.

Sjá einnig:
Ungstirnin - Kristall á línunni og næstu Haaland og Neymar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner