Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   mið 24. júlí 2024 22:37
Ívan Guðjón Baldursson
Sancho kostar 40 milljónir punda
Dharmesh Sheth, mikilsvirtur fréttamaður hjá Sky Sports, greinir frá því að Manchester United sé tilbúið til að selja kantmanninn Jadon Sancho fyrir 40 milljónir punda í sumar.

Paris Saint-Germain er talið vera meðal áhugasamra félaga ásamt Juventus og Dortmund, en síðarnefndu félögin eru ekki tilbúin til að borga svo háa upphæð fyrir leikmanninn og vilja frekar fá hann á lánssamningi með kaupmöguleika.

Man Utd er ekki reiðubúið til að lána Sancho út, þar sem leikmaðurinn gæti leikið stórt hlutverk fyrir Rauðu djöflana í vetur.

Sancho er 24 ára gamall og á tvö ár eftir af samningi sínum við Man Utd.
Athugasemdir
banner