Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 24. ágúst 2019 22:53
Ívan Guðjón Baldursson
David Luiz ósáttur með dóminn: Salah fann ekki fyrir þessu
Mynd: Getty Images
David Luiz var sársvekktur eftir 3-1 tap Arsenal gegn Liverpool fyrr í dag. Luiz átti slakan leik varnarlega og á hluta af sök í öllum mörkunum sem liðið fékk á sig.

Hann var miður sín að leikslokum og ræddi við fréttamann Sky í þrjár mínútur um hvers vegna honum finnst eins og vítaspyrnudómurinn hafi verið rangur. Luiz togaði augljóslega í treyju Mohamed Salah innan teigs og var dómarinn ekki lengi að flauta.

„Liverpool er stórkostlegt lið en þessi leikur hefði hæglega getað farið allt öðruvísi. Við fengum færi til að skora fyrsta markið en nýttum þau ekki," sagði Luiz.

„Þetta eru bara viðbrögð að grípa í treyjuna, ég var snöggur að sleppa. Ég talaði við Momo (Salah) eftir þetta og hann sagðist ekki hafa fundið fyrir neinu, þess vegna hélt hann áfram í staðinn fyrir að detta. Við erum góðir vinir og hann sagði mér að hann hafi ekki fundið neitt.

„Þegar þeir skoða þetta í VAR herberginu þá lítur þetta út fyrir að vera mikið verra en það var í raun. Þeir finna ekki hversu mikill kraftur er notaður, ég notaði eiginlega engan kraft og sleppti næstum strax. Ég get samt ekki kvartað undan þeim því þeirra starf er líka erfitt.

„Ef þeir meta þetta sem vítaspyrnu þá er hægt að dæma vítaspyrnu í hvert skipti sem einhver leikmaður í XL treyju spilar á móti þér."


Arsenal er með sex stig eftir þrjár umferðir og á næst heimaleik gegn erkifjendunum í Tottenham.


Athugasemdir
banner
banner
banner