Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   lau 24. ágúst 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Liverpool tekur á móti Arsenal
Chelsea leitar enn að fyrsta sigrinum undir stjórn Frank Lampard og fær kjörið tækifæri til að ná sér í þrjú stig í hádegisleik dagsins.

Chelsea heimsækir þá nýliða Norwich sem töpuðu fyrir Liverpool í fyrstu umferð en skelltu svo Newcastle þökk sé þrennu frá Teemu Pukki. Leikurinn verður að sjálfsögðu sýndur beint í Sjónvarpi Símans.

Eftir að fyrsta leik dagsins lýkur fara fimm leikir af stað samtímis. Sjónvarpsleikurinn er viðureign Manchester United og Crystal Palace. Aaron Wan-Bissaka mætir þar sínum fyrrum félögum, líkt og Wilfried Zaha sem er í liði Palace.

Á sama tíma eiga Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley erfiðan útileik gegn Wolves. Brighton mætir þá Southampton, Watford og West Ham eigast við og nýliðar Sheffield Utd fá Leicester í heimsókn.

Laugardeginum lýkur á stórleik, þegar Liverpool tekur á móti Arsenal á Anfield. Bæði lið eru með sex stig eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Leikir dagsins:
11:30 Norwich- Chelsea (Síminn Sport)
14:00 Brighton - Southampton
14:00 Man Utd - Crystal Palace (Síminn Sport)
14:00 Sheffield United - Leicester
14:00 Watford - West Ham
14:00 Wolves - Burnley
16:30 Liverpool - Arsenal (Síminn Sport)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 3 3 0 0 8 4 +4 9
2 Chelsea 3 2 1 0 7 1 +6 7
3 Arsenal 3 2 0 1 6 1 +5 6
4 Tottenham 3 2 0 1 5 1 +4 6
5 Everton 3 2 0 1 5 3 +2 6
6 Sunderland 3 2 0 1 5 3 +2 6
7 Bournemouth 3 2 0 1 4 4 0 6
8 Crystal Palace 3 1 2 0 4 1 +3 5
9 Man Utd 3 1 1 1 4 4 0 4
10 Nott. Forest 3 1 1 1 4 5 -1 4
11 Brighton 3 1 1 1 3 4 -1 4
12 Leeds 3 1 1 1 1 5 -4 4
13 Man City 3 1 0 2 5 4 +1 3
14 Burnley 3 1 0 2 4 6 -2 3
15 Brentford 3 1 0 2 3 5 -2 3
16 West Ham 3 1 0 2 4 8 -4 3
17 Newcastle 3 0 2 1 2 3 -1 2
18 Fulham 3 0 2 1 2 4 -2 2
19 Aston Villa 3 0 1 2 0 4 -4 1
20 Wolves 3 0 0 3 2 8 -6 0
Athugasemdir
banner