Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mið 24. ágúst 2022 15:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þegar hann segir eitthvað við þig þá hlustaru og meðtekur"
Jökull
Jökull
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri Þór
Sindri Þór
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir Ísak Andri Sigurgeirsson (2003) og Guðmundur Baldvin Nökkvason (2004) voru gestir í hlaðvarpsþættinum Ungstirnin hér á Fótbolta.net í síðustu viku. Þeir eru báðir leikmenn Stjörnunnar og hafa leikið stórt hlutverk í liðinu í sumar.

Umsjónarmenn þáttarins eru þeir Arnar Laufdal Arnarsson og Kristinn Helgi Jónsson. Arnar, sem er leikmaður Augnabliks, spurði Stjörnustrákana út í Sindra Þór Ingimarsson sem gekk í raðir Stjörnunnar fyrir tímabilið og hefur leikið stórt hlutverk í sumar.

Hafði ekki hugmynd um hver Sindri var
„Hann var búinn að æfa með okkur í smá tíma áður en hann var kynntur sem nýr leikmaður. Ég hélt þetta væri strákur sem fæddur væri 2002 eða eitthvað, hafði ekki hugmynd um hver þetta var. En frá fyrstu æfingu var hann geggjaður, öðruvísi leikmaður en ég hef spilað með. Hafsent með allt öðruvísi pælingar sem kemur 100% frá Jölla, allt öðruvísi hreyfingar en ég hef séð áður. Það eru alvöru gæði í löppunum á honum, alvöru sendingar," sagði Guðmundur.

„Fyrst að Jölli tók hann með sér úr Augnabliki þá vissi hann augljóslega hvað hann gæti. Ég hafði engar áhyggjur af honum og vissi að hann myndi standa sig," sagði Ísak.

Skilur að ungir leikmenn gera mistök
Sindri er 23 ára (1998) miðvörður sem er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Jölli er Jökull Elísabetarson sem er aðstoðarþjálfari Stjörnunnar og var hann áður hjá Augnabliki. Ágúst Gylfason fékk hann með í teymi sitt þegar hann var ráðinn þjálfari Stjörnunnar síðasta haust.

„Hann hjálpar ungum leikmönnum mjög mikið og er rólegur og yfirvegaður sem mér finnst mjög þægilegt. Það er þægilegt að tala við hann um hluti tengda fótbolta. Hann er með mjög skemmtilegar pælingar um fótbolta og mjög gaman að vinna með honum. Hann veit að við erum ungir og erum flestir að spila okkar fyrsta eða annað tímabil í efstu deild. Ef við erum að gera einhver mistök eða slíkt þá skilur hann það og hjálpar okkur með það. Hann hjálpar okkur að bæta okkur, sér hvað við þurfum að bæta og tekur þá kannski aukaæfingu með það sem við þurfum að bæta," sagði Ísak um Jökul.

„Þegar hann segir eitthvað við þig þá hlustaru og meðtekur," sagði Guðmundur.
Ungstirnin - ÍAS & GBN úr Garðabæ
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner