Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 24. september 2020 19:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brynjar Björn: Veit ekki hver fékk þá glórulausu hugmynd að Valgeir færi eitthvað innanlands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frekar svekkjandi. Við skorum gott mörk og komumst snemma yfir. Við byrjum seinni hálfleikinn þolanlega en festumst svo svolítið inn á okkar vallarhelmingi. Við slökktum svo á okkur í sekúndubrot í markinu, vörðumst vel fyrra skotinu en síðan kemur seinni boltinn sem við sofnum aðeins á verðinum," sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, eftir jafntefli gegn KA.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 HK

HK gerði fimm breytingar á byrjunarliði sínu frá leiknum á mánudag. Var það vegna þreytu í hópnum?

„Nei engin þreyta, þrír leikir á sex dögum og við ákváðum að dreifa álaginu á sumum. Það koma góðir menn inn og koma góðir menn inn í hálfleik. Við erum með jafnan og góðan hóp."

Brynjar var að lokum spurður hvort hann gæti tjáð sig um áhuga á Valgeiri Valgeirssyni, átján ára leikmanni HK.

„Nei ekki neitt, ég held þetta hafi verið gamlar fréttir sem ég var að lesa í gær eða í dag. Ég veit ekki neitt meira en ég held það sem kom fram í gær hafi komið fram áður. Eina sem ég tjáð mig um er að Valgeir er ekki að fara neitt innanlands. Ég veit ekki hver fékk þá glórulausu hugmynd. Það er það eina sem ég hef um þetta að segja," sagði Brynjar að lokum.

Sjá einnig:
HK neitaði tilboði í Valgeir - Mörg félög í Skandinavíu hafa áhuga

Nánar er rætt við Brynjar í spilaranum hér ofan.
Athugasemdir
banner
banner