Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   fim 24. september 2020 19:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brynjar Björn: Veit ekki hver fékk þá glórulausu hugmynd að Valgeir færi eitthvað innanlands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frekar svekkjandi. Við skorum gott mörk og komumst snemma yfir. Við byrjum seinni hálfleikinn þolanlega en festumst svo svolítið inn á okkar vallarhelmingi. Við slökktum svo á okkur í sekúndubrot í markinu, vörðumst vel fyrra skotinu en síðan kemur seinni boltinn sem við sofnum aðeins á verðinum," sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, eftir jafntefli gegn KA.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 HK

HK gerði fimm breytingar á byrjunarliði sínu frá leiknum á mánudag. Var það vegna þreytu í hópnum?

„Nei engin þreyta, þrír leikir á sex dögum og við ákváðum að dreifa álaginu á sumum. Það koma góðir menn inn og koma góðir menn inn í hálfleik. Við erum með jafnan og góðan hóp."

Brynjar var að lokum spurður hvort hann gæti tjáð sig um áhuga á Valgeiri Valgeirssyni, átján ára leikmanni HK.

„Nei ekki neitt, ég held þetta hafi verið gamlar fréttir sem ég var að lesa í gær eða í dag. Ég veit ekki neitt meira en ég held það sem kom fram í gær hafi komið fram áður. Eina sem ég tjáð mig um er að Valgeir er ekki að fara neitt innanlands. Ég veit ekki hver fékk þá glórulausu hugmynd. Það er það eina sem ég hef um þetta að segja," sagði Brynjar að lokum.

Sjá einnig:
HK neitaði tilboði í Valgeir - Mörg félög í Skandinavíu hafa áhuga

Nánar er rætt við Brynjar í spilaranum hér ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner