Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   fim 24. september 2020 19:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brynjar Björn: Veit ekki hver fékk þá glórulausu hugmynd að Valgeir færi eitthvað innanlands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frekar svekkjandi. Við skorum gott mörk og komumst snemma yfir. Við byrjum seinni hálfleikinn þolanlega en festumst svo svolítið inn á okkar vallarhelmingi. Við slökktum svo á okkur í sekúndubrot í markinu, vörðumst vel fyrra skotinu en síðan kemur seinni boltinn sem við sofnum aðeins á verðinum," sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, eftir jafntefli gegn KA.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 HK

HK gerði fimm breytingar á byrjunarliði sínu frá leiknum á mánudag. Var það vegna þreytu í hópnum?

„Nei engin þreyta, þrír leikir á sex dögum og við ákváðum að dreifa álaginu á sumum. Það koma góðir menn inn og koma góðir menn inn í hálfleik. Við erum með jafnan og góðan hóp."

Brynjar var að lokum spurður hvort hann gæti tjáð sig um áhuga á Valgeiri Valgeirssyni, átján ára leikmanni HK.

„Nei ekki neitt, ég held þetta hafi verið gamlar fréttir sem ég var að lesa í gær eða í dag. Ég veit ekki neitt meira en ég held það sem kom fram í gær hafi komið fram áður. Eina sem ég tjáð mig um er að Valgeir er ekki að fara neitt innanlands. Ég veit ekki hver fékk þá glórulausu hugmynd. Það er það eina sem ég hef um þetta að segja," sagði Brynjar að lokum.

Sjá einnig:
HK neitaði tilboði í Valgeir - Mörg félög í Skandinavíu hafa áhuga

Nánar er rætt við Brynjar í spilaranum hér ofan.
Athugasemdir