Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 24. september 2021 13:10
Brynjar Ingi Erluson
Solskjær kennir Klopp um - „Ákveðinn stjóri sem hafði áhyggjur af þessu"
Ole Gunnar Solskjær og Jürgen Klopp
Ole Gunnar Solskjær og Jürgen Klopp
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Ummæli Jürgen Klopp, stjóra Liverpool. um dómgæsluna í leikjum Manchester United hafa orðið til þess að liðið fær ekki lengur vítaspyrnur en þetta segir Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, í dag.

Klopp talaði um það á síðustu leiktíð að United fengi gríðarlegt magn af vítaspyrnum í samanburði við Liverpool.

United fékk ellefu vítaspyrnur í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili á meðan Liverpool fékk sex spyrnur.

Á þessari leiktíð hefur Solskjær kvartað yfir dómgæslunni. Liðið hefur gert tilkall til að fá nokkur víti en ekkert dæmt. Norski stjórinn telur að ummæli Klopp hafi sitt að segja um dómgæsluna á þessu tímabili.

Klopp sagði í janúar að United væri búið að fá fleiri víti á tímabilinu heldur en hann hefði fengið frá því hann tók við Liverpool. Hann kvartaði sérstaklega yfir þessu eftir að Sadio Mane fékk ekki víti í 1-0 tapi gegn Southampton á meðan Bruno Fernandes skoraði úr víti og tryggði sigur United gegn Aston Villa.

„Við verðum bara að vona að við fáum það sem við eigum skilið. Við áttum að fá þrjú víti í síðustu tveimur leikjum," sagði Solskjær.

„Það var ákveðinn stjóri sem hafði áhyggjur af því hvað við fengum mörg víti á síðustu leiktíð og eftir það þá virðist erfitt að fá þessar ákvarðanir okkur í vil."

„Ég hef séð rosalega mikinn mun síðan þá. Við verðum bara að leyfa dómurunum að sjá um þetta og ég vona að þeir taki réttar ákvarðanir sem fyrst,"
sagði hann ennfremur.

United mætir Aston Villa á Old Trafford á morgun en lærisveinar Solskjær eru með 13 stig, líkt og Liverpool og Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner