Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
   sun 24. september 2023 17:31
Sölvi Haraldsson
Maggi: Síðastur úr bænum slekkur ljósin
Lengjudeildin
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst leikurinn geggjaður. Mér fannst strákarnir frábærir. Geggjuð barátta og það er það sem skilaði þessu.“ sagði Magnús Már, þjálfari Aftureldingar, eftir 3-0 sigur á Leikni í Mosfellsbænum í dag. Með þessum sigri er ljóst að Afturelding mun spila á við Vestra næsta laugardag á Laugardalsvelli um laust sæti í Bestu deildinni.


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  0 Leiknir R.

Afturelding kláruðu leikinn, og einvígið, á 8 mínútna kafla með því að skora þrjú mörk. Maggi var mjög ánægður með sína menn að klára leikinn svona snemma en hann var einnig sáttur með hvernig þeir spiluðu eftir þann kafla.

Þetta voru allt góð mörk hjá okkur. Við ætluðum að koma sterkir og ná næsta markinu í einvíginu. Við náðum því og vorum komnir í 3-1, svo 4-1 og svo 5-1. Við gerðum þetta vel. Seinni hálfleikurinn fór kannski allt of mikið í það að verjast, við hefðum átt að nýta skyndi sóknirnar betur. En bara fagmannlega gert hjá strákunum. Mér fannst við stjórna leiknum líka bara mjög vel.

Maggi kemur einnig inn á það að honum fannst þetta aldrei vera í hættu hjá sínum mönnum.

Það vakti athygli í fyrri leiknum í einvíginu að Afturelding féllu mjög aftarlega á völlinn en í dag stigu þeir upp völlinn og sóttu mun meira. 

„Við vorum á heimavelli núna og við bárum bara virðingu fyrir því í seinasta leik að við værum að fara á erfiðan útivöll. Í dag vildum við ná í næsta markið í einvíginu og við náðum því. Síðan náum við hinum mörkunum og þá getum við fallið aftar á völlinn og beitt skyndisóknum sem við gerðum vel. Ég er mjög sáttur með þetta einvígi. Við skorum 5 mörk og fáum á okkur eitt. Við bíðum núna bara spenntir eftir úrslitaleiknum á laugardaginn.“

Maggi var mjög ánægður með stuðninginn sem hans menn fengu í dag og býst við svipaðri, ef ekki betri, stemningu á laugardaginn.

„Það var ótrúlegur stuðningur í dag í Mosó. Ég er alveg viss um það að allir áhorfendurnir í dag taka með sér tvo til þrjá á leikinn á laugardaginn og þetta verður trylltur dagur.“

Núna er ljóst að Afturelding mætir Vestra á laugardaginn eftir að Vestri vann Fjölni samtals 2-1 í því einvígi. Maggi er ekki mikið búinn að hugsa út í Vestra.

Ég er ekki búinn að hugsa neitt um Vestra. Fyrsta markmiðið okkar var að klára að komast áfram sjálfir. Síðan heyrir maður núna að við munum mæta Vestra á laugardaginn. Þetta eru allt góð lið í þessari úrslitakeppni, þannig núna fer maður bara að pæla í þeim leik. Þetta verður bara geggjað, maður er ótrúlega spenntur. Við þurfum bara að spila okkar bolta á laugardaginn og þá veit ég að niðurstaðan verður góð.

Maggi er búinn að vera mjög ánægður með stuðninginn í þessu einvígi. Hann kemur inn á það að þetta hafi gefið hans mönnum auka kraft.

Hrós á þá líka fyrir að taka tvo leiki með stuttu millibili. Þeir eru búnir að standa sig vel og við þurfum að fá alla um borð á laugardaginn. Við þekkjum þetta úr handboltanum og blakinu þessa úrslitakeppni. Þannig strákarnir okkar í liðinu hafa séð þetta allt í stúkunni en núna eru þeir að fara að njóta inn á vellinum. Áhorfendur í Mosó þekkja þetta líka. Við munum nýta okkur það. Það myndast einstök stemning í Mosó þegar það eru stórleikir í gangi. Núna fáum við að njóta þess á laugardaginn og það verður geggjað að fá allt bæjarfélagið með okkur og keyra á þetta í laugardalnum á laugardaginn. Síðastur úr bænum slekkur ljósin.“ sagði Magnús Már, þjálfari Aftureldingar, að lokum eftir sannfærandi 3-0 sigur á Leikni í dag.

Nánar er rætt við Magnús í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner