Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
banner
   sun 24. september 2023 14:23
Brynjar Ingi Erluson
Umdeild vítaspyrna á Emirates - Son jafnaði mínútu síðar eftir hræðileg mistök Jorginho
Mynd: Getty Images
Cristiano Romero, varnarmaður Tottenham, er allt í öllu hjá liðinu í dag, en á röngum enda vallarins. Hann var rétt í þessu að fá á sig vítaspyrnu og skoraði Bukayo Saka úr henni. Heung-Min Son jafnaði skömmu síðar.

Romero skoraði sjálfsmark í fyrri hálfleiknum og fékk þá á sig víti er hann handlék boltann í teignum eftir vandræðagang.

Ben White reyndi skot sem hæfði höndina á Romero og engin spurning að það væri hrein og klár vítaspyrna, en það sem þótti umdeilt var aðdragandinn.

Þar virtist Gabriel Jesus fleygja James Maddison í grasið áður en White komst í færið, en dómarinn dæmdi vítaspyrnu eftir að hafa skoðað VAR-skjáinn og skoraði Saka úr spyrnunni

Sjáðu vítaspyrnuna og markið

Mínútu síðar jafnaði fyrirliðinn, Heung-Min Son, eftir skelfileg mistök Jorginho, sem var með boltann á miðsvæðinu. Maddison pressaði hann, tók boltann og setti hann á Son sem skoraði af stuttu færi. Staðan er því 2-2 á Emirates.

Jorginho kom inn í hálfleik fyrir Declan Rice.

Sjáðu mistök Jorginho og mark Son
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner