Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 24. október 2020 09:30
Aksentije Milisic
PSG að bjóða Neymar nýjan samning
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins á þessum ágæta laugardegi er kominn og má sjá hann hér fyrir neðan. BBC tók saman þessa mola.
_______________________________________

Tottenham hefur boðið Son-Heung-min nýjan fimm ára samning þar sem leikmaðurinn fengi 200 þúsund pund á viku auk bónusgreiðsla. Núverandi samningur hans rennur út árið 2023. (Football Insider)

Stjóri Tottenham, Jose Mourinho, býst við því að Son (28) skrifi undir nýjan samning fljótlega. (London Evening Standard)

Plön Real Madrid um að kaupa Kylian Mbappe, leikmann PSG, munu ekki breytast þó að Zinedine Zidane yfirgefi liðið. (AS)

Zidane fullyrðir að hann standi með leikmönnum sínum til „dauðadags" eftir miklar vangaveltur um framtíð Frakkans hjá Real. (ESPN)

Umboðsmaður Mestu Özil segir að Mikel Arteta, stjóri liðsins, hafi verið ósanngjarn og ekki komið með hreinskilið svar afhverju Özil er ekki í leikmannahópi Arsenal í úrvalsdeildinni. (Guardian)

Emerson Palmieri (26), vinstri bakvörður Chelsea, er líklegur til þess að yfirgefa liðið í janúar mánuði. Inter Milan, Roma og Napoli íhuga að bjóða í leikmanninn. (Sky Sports Italia)

Manchester City ætlar að kaupa kantmann Partizan, Filip Stevanovic, fyrir 6 milljónir punda í janúar. Þessi 18 ára gamli Serbi sem er í U-21 landsliðinu var áður orðaður við Manchester United. (Manchester Evening News)

PSG ætla að fylgja eftir munnlegu samkomulagi við Neymar (28) og bjóða honum nýjan samning. (Le10 Sport)

Miðjumaður Chelsea og Ítalska landsliðsins, Jorginho (28), segir að hann var opinn fyrir því að ræða við Arsenal í sumar og að liðið hafði áhuga á honum. (ESPN Brazil)

Vinstri bakvörður Southampton, Ryan Bertrand (31), er nálægt því að skrifa undir þriggja ára samning. (Goal)

James Tarkowski (27), leikmaður Burnley, var ekki nálægt því að skrifa undir hjá West Ham í sumar, samkvæmt stjóra Burnley, Sean Dyche. (Talksport)

Spænski vinstri bakvörðurinn Angelino (23), undrast á því afhverju hann fékk ekki að spila meira hjá Manchester City. Hann segir þó að það hafi hjálpað honum hjá Leipzig þar sem hann hefur lagt sig allan fram. (Marca)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner