Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 24. október 2020 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Slóvakía: Birki Val skipt út í hálfleik í fyrsta byrjunarliðsleiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Valur Jónsson var í byrjunarliði Spartak Trnava sem lagði botnlið Trencin að velli í efstu deild slóvakíska boltans.

Birkir Valur hefur ekki fengið mikinn spiltíma í Slóvakíu en hann fékk aðeins að spila fyrri hálfleikinn og var skipt út í stöðunni 0-0, með gult spjald á bakinu.

Þetta var hans fyrsti byrjunarliðsleikur frá flutningnum til Slóvakíu og aðeins í annað sinn sem hann kemur við sögu í deildarleik með Trnava sem er í fjórða sæti, með 16 stig eftir 11 umferðir.

Nói Snæhólm Ólafsson hefur fengið meiri spiltíma hjá Senica en hann var ekki í hópinum í dag er liðið lagði Pohronie að velli í fallbaráttunni.

Senica er með ellefu stig eftir ellefu umferðir.

Trnava 2 - 0 Trencin
1-0 E. Pacinda ('78, víti)
2-0 S. Kosa ('89)

Pohronie 1 - 2 Senica
1-0 D. Spiriak ('21)
1-1 O. Fotr ('61)
1-2 T. Malec ('71)
Rautt spjald: P. Jacko, Pohronie ('88)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner