Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. október 2021 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Orri Hrafn sé búinn að ákveða að fara í Val
Orri Hrafn Kjartansson.
Orri Hrafn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Hrafn Kjartansson mun líklega spila í efstu deild á næstu leiktíð, þrátt fyrir að Fylki hafi fallið úr Pepsi Max-deildinni síðasta sumar.

Orri, sem er 19 ára gamall, er mjög efnilegur og er hluti af U21 landsliðshópi Íslands.

Hann hefur verið orðaður við ýmis félög í efstu deild, en fram kom í hlaðvarpinu Þungavigtinni að leikmaðurinn væri búinn að ákveða að fara í Val.

„Hann ku ætla að velja að fara í Val. Fleiri félög voru á eftir honum, meðal annars KR. Hann lítur svo á að það séu mestir möguleikar fyrir sig að spila og komast í lið á Hlíðarenda," sagði Kristján Óli Sigurðsson.

„Þetta mun vera staðfest á næstu dögum."

Valur hafnaði í fimmta sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili og voru það mikil vonbrigði.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner