Egypski sóknarmaðurinn Mohamed Salah er markahæsti Afríkumaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann bætti metið með því að gera þriðja og síðan fjórða mark liðsins gegn Manchester United á Old Trafford.
Salah lagði upp fyrsta mark Liverpool í leiknum fyrir Naby Keita á 5. mínútu áður en Diogo Jota bætti við öðru stuttu síðar.
Egyptinn gerði svo þriðja mark Liverpool á 38. mínútu áður en hann bætti við fjórða undir lok fyrri hálfleiks.
Hann er því kominn með 106 mörk í úrvalsdeildinni en Didier Drogba, fyrrum leikmaður Chelsea, skoraði 104 mörk.
Hægt er að sjá bæði mörk Salah hér fyrir neðan.
Fyrra markið
Seinna markið
Athugasemdir