Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   mán 24. október 2022 22:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Gunnlaugs: Við vorum mjög „light weight" í dag
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar tóku á móti KR á heimavelli hamingjunnar í síðasta leik 4.umferðar úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld. 

Eftir erfiðan fyrri hálfleik þar sem KR leiddi var allt annað á teningnum í þeim síðari og snéru þeir taflinu við áður en KR jafnaði seint í síðari hálfleik og þar við sat.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

„Miðað við hvernig leikurinn var einhvernveginn þá var þetta kannski bara svolítið sanngjarnt. Ef eitthvað var þá fannst mér KR fá betri færi heldur en við þannig að 2-2 er kannski allt í lagi." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir leikinn í kvöld.

„Fyrri hálfleikurinn var hrikalega dapur og við fengum ekki eitt einasta færi og vorum með smá yfirburði úti á velli en við gerðum lítið til að skapa eitthvað og okkur vantaði alla ákefð og vorum að tapa mikið leikstöðunni einn á móti einum en það lagaðist aðeins í síðari hálfleik og við komumst í 2-1 og fengum dauðafæri til þess að komast í 3-1 en svo verð ég bara að segja að ég var hálfpartinn farinn að bíða eftir að KR myndi skora því það slökknaði ótrúlega mikið á okkur en 2-2 er svo sem allt í lagi, við vorum mjög light weight í dag, það vantaði marga þungaviktargaura og það er kannski ástæðan fyrir því að við vorum að tapa mikið návígjum einn á móti einum."

Breiðablik bíður Víkings í lokaumferðinni en Breiðablik fær Íslandsmeistaraskjöldinn afhentan að leik loknum.

„Þú villt mæta og eyðileggja partýið það er ekkert flóknara en það en þeir voru besti á Íslandsmótinu og við vorum frábærir í vetur og frábærir í bikarkeppninni og frábærir í Evrópukeppninni en þeir unnu Íslandsmótið og voru bestir þar og unnu það mjög sannfærandi og sanngjarnt en þú sendir alltaf skilaboð þegar þú spilar við meistarana og nú fá þeir kannski að finna fyrir því hvernig okkur leið í sumar þegar allir andstæðingar gáfu 120% á móti meisturunum og þannig er það og þannig á það að vera og ég efast ekki um að þeir muni taka hressilega á móti okkur og úr verður bara hin skemmtilegasti leikur."

Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson þjálfara Víkinga í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner