Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 24. október 2022 22:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Gunnlaugs: Við vorum mjög „light weight" í dag
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar tóku á móti KR á heimavelli hamingjunnar í síðasta leik 4.umferðar úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld. 

Eftir erfiðan fyrri hálfleik þar sem KR leiddi var allt annað á teningnum í þeim síðari og snéru þeir taflinu við áður en KR jafnaði seint í síðari hálfleik og þar við sat.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

„Miðað við hvernig leikurinn var einhvernveginn þá var þetta kannski bara svolítið sanngjarnt. Ef eitthvað var þá fannst mér KR fá betri færi heldur en við þannig að 2-2 er kannski allt í lagi." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir leikinn í kvöld.

„Fyrri hálfleikurinn var hrikalega dapur og við fengum ekki eitt einasta færi og vorum með smá yfirburði úti á velli en við gerðum lítið til að skapa eitthvað og okkur vantaði alla ákefð og vorum að tapa mikið leikstöðunni einn á móti einum en það lagaðist aðeins í síðari hálfleik og við komumst í 2-1 og fengum dauðafæri til þess að komast í 3-1 en svo verð ég bara að segja að ég var hálfpartinn farinn að bíða eftir að KR myndi skora því það slökknaði ótrúlega mikið á okkur en 2-2 er svo sem allt í lagi, við vorum mjög light weight í dag, það vantaði marga þungaviktargaura og það er kannski ástæðan fyrir því að við vorum að tapa mikið návígjum einn á móti einum."

Breiðablik bíður Víkings í lokaumferðinni en Breiðablik fær Íslandsmeistaraskjöldinn afhentan að leik loknum.

„Þú villt mæta og eyðileggja partýið það er ekkert flóknara en það en þeir voru besti á Íslandsmótinu og við vorum frábærir í vetur og frábærir í bikarkeppninni og frábærir í Evrópukeppninni en þeir unnu Íslandsmótið og voru bestir þar og unnu það mjög sannfærandi og sanngjarnt en þú sendir alltaf skilaboð þegar þú spilar við meistarana og nú fá þeir kannski að finna fyrir því hvernig okkur leið í sumar þegar allir andstæðingar gáfu 120% á móti meisturunum og þannig er það og þannig á það að vera og ég efast ekki um að þeir muni taka hressilega á móti okkur og úr verður bara hin skemmtilegasti leikur."

Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson þjálfara Víkinga í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner