Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   mán 24. október 2022 22:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Gunnlaugs: Við vorum mjög „light weight" í dag
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar tóku á móti KR á heimavelli hamingjunnar í síðasta leik 4.umferðar úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld. 

Eftir erfiðan fyrri hálfleik þar sem KR leiddi var allt annað á teningnum í þeim síðari og snéru þeir taflinu við áður en KR jafnaði seint í síðari hálfleik og þar við sat.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

„Miðað við hvernig leikurinn var einhvernveginn þá var þetta kannski bara svolítið sanngjarnt. Ef eitthvað var þá fannst mér KR fá betri færi heldur en við þannig að 2-2 er kannski allt í lagi." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir leikinn í kvöld.

„Fyrri hálfleikurinn var hrikalega dapur og við fengum ekki eitt einasta færi og vorum með smá yfirburði úti á velli en við gerðum lítið til að skapa eitthvað og okkur vantaði alla ákefð og vorum að tapa mikið leikstöðunni einn á móti einum en það lagaðist aðeins í síðari hálfleik og við komumst í 2-1 og fengum dauðafæri til þess að komast í 3-1 en svo verð ég bara að segja að ég var hálfpartinn farinn að bíða eftir að KR myndi skora því það slökknaði ótrúlega mikið á okkur en 2-2 er svo sem allt í lagi, við vorum mjög light weight í dag, það vantaði marga þungaviktargaura og það er kannski ástæðan fyrir því að við vorum að tapa mikið návígjum einn á móti einum."

Breiðablik bíður Víkings í lokaumferðinni en Breiðablik fær Íslandsmeistaraskjöldinn afhentan að leik loknum.

„Þú villt mæta og eyðileggja partýið það er ekkert flóknara en það en þeir voru besti á Íslandsmótinu og við vorum frábærir í vetur og frábærir í bikarkeppninni og frábærir í Evrópukeppninni en þeir unnu Íslandsmótið og voru bestir þar og unnu það mjög sannfærandi og sanngjarnt en þú sendir alltaf skilaboð þegar þú spilar við meistarana og nú fá þeir kannski að finna fyrir því hvernig okkur leið í sumar þegar allir andstæðingar gáfu 120% á móti meisturunum og þannig er það og þannig á það að vera og ég efast ekki um að þeir muni taka hressilega á móti okkur og úr verður bara hin skemmtilegasti leikur."

Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson þjálfara Víkinga í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner