Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   mán 24. október 2022 22:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Erlingur Agnars: Það er súrt yfir þessu
Erlingur Agnarsson leikmaður Víkinga
Erlingur Agnarsson leikmaður Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar tóku á móti KR á heimavelli hamingjunnar í síðasta leik 4.umferðar úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld. 

Eftir erfiðan fyrri hálfleik þar sem KR leiddi var allt annað á teningnum í þeim síðari og snéru þeir taflinu við áður en KR jafnaði seint í síðari hálfleik og þar við sat.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

„Já að sjálfsögðu eða kannski ekki úr því sem komið var við vorum bara lélegir í leiknum og bara svekkjandi að ná ekki að vinna þennan leik yfir höfuð." Sagði Erlingur Agnarsson svekktur eftir jafnteflið gegn KR í kvöld.

Deildin hefur svolítið spilast þannig að loka leikirnir í deildinni hafa minni þýðingu en kannski lagt var upp með í upphafi og viðurkenndi Erlingur að það væri svolítið súrt yfir þessu og kannski ekki sama ákefð og áður.

„Já þetta er svona pínu súrt og kannski ómeðvitað þá fara menn eitthvað að slaka á og gefa kannski ekki eins mikið í þetta, því miður en maður reynir samt að mótivera sig og vinna alla leiki en það er súrt yfir þessu."

Erlingur Agnarsson gaf ekki kost á sér í landsliðshópinn sem var valinn á dögunum en hann hefur verið að glíma við meiðsli.

„Ég var búin að vera glíma við smá meiðsli í smá tíma núna og finnst bara ekki rétt að vera mæta 70% í landsliðsverkefni og get ekki spilað þennan leik." 

Nánar er rætt við Erling Agnarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner