Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   fim 24. október 2024 17:50
Kári Snorrason
Ingvar um bekkjarsetuna: Arnar er kóngurinn í Víkinni og hann tekur þessar ákvarðanir
Ingvar fagnar eftir sögulegan sigur.
Ingvar fagnar eftir sögulegan sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Arnar er kóngurinn í Víkinni
Arnar er kóngurinn í Víkinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur vann sögulegan sigur á Cercle Brugge fyrr í dag. Leikar enduðu með 3-1 sigri Víkinga eru þeir fyrsta íslenska liðið til að vinna leik í aðalkeppni í Evrópu. Ingvar Jónsson stóð vaktina í marki Víkinga en hann mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Cercle Brugge

„Ótrúlega stoltur af liðinu, staffinu og klúbbnum. Ég held að við áttum okkur ekki á því hvað þetta er stórt. Þetta er risasigur fyrir klúbbinn og íslenskan fótbolta."

Ingvar hefur verið að deila markvarðarsætinu með Pálma Rafni.

„Auðvitað vill maður spila alla leiki, Arnar er kóngurinn í Víkinni og hann tekur þessar ákvarðanir og það er erfitt að gagnrýna það. Ég lét hann vita að ég hefði viljað spilað síðasta leik en svona er þetta."

„Pálmi er efnilegur markvörður og ég reyndi mitt besta að bíta í tunguna og styðja hann eins og ég gat. Það er enginn stærri en liðið."

Víkingar spila úrslitaleik í Bestu-deildinni gegn Breiðablik næstkomandi sunnudag.


„Nú hefst undirbúningur fyrir þann leik. Ég held að það hafi allir sloppið við meiðsli, fyrir utan Halldór Smára greyið. Ég get ekki beðið eftir að sjá troðfullan Víkingsvöll og tryggja okkur titilinn fyrir framan okkar stuðningsfólk."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.

Athugasemdir
banner