Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
Ólafur Hrannar: Skemmtilegur markmannskapall sem við höfum átt með Frömurum
Venni: Kjánalegt að stefna að einhverju öðru en að fara upp
Amin Cosic: Búinn að vera bíða eftir þessu marki í svona ár
Haraldur Freyr: Höllin er stór og þetta eru öðruvísi aðstæður
Ólafur Kristófer: Betra þegar það er minna að gera hjá mér
Gunnar Heiðar: Fannst við aldrei vera minna liðið
Árni Freyr: Óli varði víti svo við sættum okkur við stigið
„Verðum að taka þetta með okkur á koddann og koma graðir í næsta leik"
Gunnar Már: Sama hvað maður segir er ekki hlustað á mann
Hemmi: Við verðum þar, það er morgunljóst
„Þurfum að hætta því að kveikja ekki á okkur í byrjun"
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
banner
   fim 24. október 2024 17:50
Kári Snorrason
Ingvar um bekkjarsetuna: Arnar er kóngurinn í Víkinni og hann tekur þessar ákvarðanir
Ingvar fagnar eftir sögulegan sigur.
Ingvar fagnar eftir sögulegan sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Arnar er kóngurinn í Víkinni
Arnar er kóngurinn í Víkinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur vann sögulegan sigur á Cercle Brugge fyrr í dag. Leikar enduðu með 3-1 sigri Víkinga eru þeir fyrsta íslenska liðið til að vinna leik í aðalkeppni í Evrópu. Ingvar Jónsson stóð vaktina í marki Víkinga en hann mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Cercle Brugge

„Ótrúlega stoltur af liðinu, staffinu og klúbbnum. Ég held að við áttum okkur ekki á því hvað þetta er stórt. Þetta er risasigur fyrir klúbbinn og íslenskan fótbolta."

Ingvar hefur verið að deila markvarðarsætinu með Pálma Rafni.

„Auðvitað vill maður spila alla leiki, Arnar er kóngurinn í Víkinni og hann tekur þessar ákvarðanir og það er erfitt að gagnrýna það. Ég lét hann vita að ég hefði viljað spilað síðasta leik en svona er þetta."

„Pálmi er efnilegur markvörður og ég reyndi mitt besta að bíta í tunguna og styðja hann eins og ég gat. Það er enginn stærri en liðið."

Víkingar spila úrslitaleik í Bestu-deildinni gegn Breiðablik næstkomandi sunnudag.


„Nú hefst undirbúningur fyrir þann leik. Ég held að það hafi allir sloppið við meiðsli, fyrir utan Halldór Smára greyið. Ég get ekki beðið eftir að sjá troðfullan Víkingsvöll og tryggja okkur titilinn fyrir framan okkar stuðningsfólk."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.

Athugasemdir
banner
banner