Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 24. nóvember 2019 19:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Sagði dómaranum að þetta væri aldrei spurning"
Oli McBurnie.
Oli McBurnie.
Mynd: Getty Images
Oli McBurnie, hetja Sheffield United í 3-3 jafnteflinu gegn Manchester United, var aldrei í vafa um að mark hans myndi standa.

Manchester United kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir. Í uppbótartímanum jafnaði svo varamaðurinn McBurnie er hann skoraði fram hjá De Gea.

Markið var skoðað í VAR, það var skoðað hvort McBurnie hefði handleikið boltann eða ekki. Niðurstaðan var sú að markið væri gott og gilt.

„Ég sagði við dómarann að þetta væri aldrei spurning," sagði McBurnie.

„Strákarnir voru hræddir um að boltann hefði snert höndina mína, en ég vissi að það var enginn vafi."

„Við lögðum ótrúlega mikið á okkur í dag. Þegar við erum upp á okkar besta, þá getum við gefið bestu liðum heims alvöru leiki. Við þurfum að spila okkar leik í 90 mínútur."

Sjá einnig:
Sjáðu jöfnunarmarkið: Hefði það átt að standa?
Athugasemdir
banner
banner