Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 24. nóvember 2021 14:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grátbiður um fyrirgefningu eftir framjáhaldið - „Á þessa niðurlægingu skilið"
Eric Abidal
Eric Abidal
Mynd: EPA
Kheira Hamraoui á Kópavogsvelli í leik gegn Breiðabliki.
Kheira Hamraoui á Kópavogsvelli í leik gegn Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hayet fyrirgefðu mér. Hver sem ákvörðun þín er verður þú áfram í mínum augum kona lífs míns, og sérstaklega móðir yndislegu barnanna okkar. Ég á þessa niðurlægingu skilið þó hún drepi mig lifandi. Ef guð leyfir þá muntu einn daginn fyrirgefa mér," skrifaði Abidal í færslu á Instagram í gær.

Abidal er í færslunni að grátbiðja eiginkonu sína um að fyrirgefa sér framhjáhald með fótboltakonunni Kheira Hamraoui. Þau Abidal og Hayet hafa verið gift síðan 2003 og eiga fimm börn saman.

Abidal á að hafa átt í ástarsambandi með Hamraoui þegar hún lék með Barcelona. Hamraoui er leikmaður PSG í dag. Málið hefur vakið mikla athygli en eiginkona Abidal er sögð á bakvið árás á Hamraoui á dögunum.

Upprifjun á málinu:
Það réðust tveir grímuklæddir menn á Hamraoui fyrir utan heimili hennar fyrr í þessum mánuði og börðu hana í fæturna með járnröri. Hún hefur í kjölfarið misst af leikjum með PSG vegna meiðsla.

Spjótin beindust fyrst að Aminata Diallo, liðsfélaga Hamraoui, en talið var að hún hefði skipulagt árásina ásamt vini sínum sem situr í fangelsi í Lyon.

Lögreglan sleppti Diallo úr varðhaldi og neitar hún sök í málinu en nú liggur grunur um að Hayet, eiginkona Eric Abidal, hafi skipulagt árásina.

Hayet er búin að sækja um skilnað við Eric en hann á að hafa viðurkennt fyrir henni að hann hefði haldið við Hamraoui er franska landsliðskonan spilaði með Barcelona.

Í yfirlýsingu frá lögmönnum hennar í síðustu viku kom fram að Abidal hafi viðurkennt að hafa haldið framhjá henni með Hamraoui.

Abidal lék með Barcelona á árunum 2007-13 og var svo yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu 2018-20. Hamraoui lék með Barcelona á árunum 2018-21 en skipti yfir til PSG í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner