Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   mið 24. nóvember 2021 11:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir ekkert áfengi veitt í kvennalandsliðsferðum - „Vonandi skálað í kampavíni 31. júlí"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag en á morgun mætir kvennalandsliðið liði Japans í vináttuleik.

Fréttaritari spurði Steina út í tíðindi gærkvöldsins er varða karlalandsliðið. Eiður Smári Guðjohnsen er hættur sem aðstoðarlandsliðsþjálfari og hafa fjölmiðlar fjallað um að það sé í kjölfar þess að áfengi var haft um hönd í síðustu landsliðferð.

Hvað finnst þér?

„Mér finnst þetta leiðinlegt mál," sagði Steini.

Hefur áfengi verið haft um hönd í landsliðsferðum síðan þú tókst við sem þjálfari kvennalandsliðsins?

„Nei."

Hefur verið rætt um að banna áfengi í keppnisferðum kvennalandsliðsins?

„Nei, það hefur bara ekki verið veitt og það verður ekkert. Ekki nema við verðum Evrópumeistarar. Þá skálum við í kampavíni og búið."

Tókst þú ákvörðun um að banna áfengi?

„Það er ekkert áfengi í gangi þannig ég hef svo sem ekkert þurft að banna nokkurn skapaðan hlut. Það hefur aldrei verið rætt en það hefur ekkert verið að veita áfengi og verður ekkert gert nema vonandi skálað í kampavíni 31. júlí," sagði Steini.
Athugasemdir
banner
banner
banner