Heimild: mbl.is
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, vildi halda Eiði Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfara íslenska karlalandsliðsins.
Frá þessu er greint á mbl.is og sagt frá því að það sé samkvæmt heimildum miðilsins. Eiður lét af störfum í gær eftir að stjórn KSÍ nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi hans.
Frá þessu er greint á mbl.is og sagt frá því að það sé samkvæmt heimildum miðilsins. Eiður lét af störfum í gær eftir að stjórn KSÍ nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi hans.
Fyrr í dag var greint frá því að Arnar Þór Viðarsson, aðalþjálfari landsliðsins,hafi verið á sama máli og stjórn KSÍ. Frá því var fyrst greint á mbl.is.
Samkvæmt heimildum mbl.is var stjórnin klofin í afstöðu sinni hvort nýta ætti uppsagnarákvæðið í samningi Eiðs Smára. Vanda var ein af þeim sem vildu halda Eiði.
Í grein mbl.is er greint frá því að þar sem Eiður Smári hafi ekki notið full stuðnings innan stjórnarinnar hafi báðir aðilar að endingu komist að þeirri niðurstöðu að best væri að leiðir myndu skilja.
Athugasemdir