Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 24. nóvember 2022 10:39
Elvar Geir Magnússon
Kane með gegn Bandaríkjunum en ekki Maddison
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Harry Kane verður klár í slaginn fyrir leik Englands og Bandaríkjanna sem fram fer annað kvöld.

Kane, sem er fyrirliði Englands, meiddist á ökkla í seinni hálfleik í 6-2 sigrinum gegn Íran í B-riðli og var seinna tekinn af velli.

„Harry er fínn. Hann æfði aðeins aðskilinn frá hópnum en það er allt í góðu lagi fyrir leikinn á föstudaginn," sagði Gareth Southgate.

„Hann fór í skoðun í gær til að tryggja að allt væri í góðu lagi."

James Maddison gengur illa að losa sig við hnémeiðslin og verður hann aftur fjarri góðu gamni á morgun. Enskir fjölmiðlar segja að hann missi mögulega einnig af leiknum gegn Wales í lokaumferð riðilsins.

England rúllaði yfir Íran 6-2 í fyrstu umferðinni á meðan Bandaríkin gerðu 1-1 jafntefli við Wales.

„Bandaríkjamenn eru í virkilega góðu formi, pressa vel, eru vel skipulagðir og vel þjálfaðir. Þeir eru með nokkra leikmenn sem við þekkjum vel úr ensku úrvalsdeildinni, í fyrri hálfleiknum gegn Wales sýndu þeir bestu útgáfuna af sjálfum sér," segir Southgate um bandaríska liðið.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner