Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 24. nóvember 2022 13:55
Elvar Geir Magnússon
Katar ætlar að sýna að liðið sé betra en sást í opnunarleiknum
Felix Sanchez.
Felix Sanchez.
Mynd: Getty Images
Felix Sanchez, stjóri Katar, segir að sitt lið sé betra en það sýndi í opnunarleiknum. Enner Valencia skoraði bæði mörk Ekvador sem vann 2-0 sigur gegn Katar.

„Síðasti leikur fór ekki eins og við plönuðum. Við getum bætt mikið. Vonandi sýnum við betri spilamennsku þegar við erum lausir við pressuna sem var í fyrsta leiknum," segir Spánverjinn Felix Sanchez, þjálfari Katar.

„Vonandi getum við sýnt okkar bestu lið og sýna að það er meira í okkur spunnið en við sýndum gegn Ekvador."

Katar mætir Senegal á morgun og veit að tap gæti þýtt að liðið sé fallið úr leik fyrir lokaumferð riðlakeppninnar.

„Ég meðtek pressuna og gagnrýnina frá stuðningsmönnum. Við höfum greint mistök okkar og erum tilbúnir í leikinn. Við vitum hversu sterkt senegalska liðið er og munum reyna okkar besta til að stýra leiknum."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner