Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. janúar 2021 14:00
Magnús Már Einarsson
Guðni: Ekki tilbúin að gera landsliðsþjálfarastarf að hlutastarfi
Icelandair
Elísabet Gunnarsdóttir
Elísabet Gunnarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
„Ég held að við værum ekki einu sinni að ræða þetta ef að um karlalandsliðið væri að ræða,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í viðtali við Vísi í dag eftir að Fótbolti.net greindi frá því í morgun að Elísabet Gunnarsdóttir muni ekki taka við íslenska landsliðinu.

Elísabet hefur gert góða hluti sem þjálfari Kristianstad en hún hefur átt í viðræðum við KSÍ í þessum mánuði.

Ísland spilar á EM í Englandi á næsta ári en undankeppni HM hefst í haust. Elísabet, sem var valin þjálfari ársins á Íslandi árið 2020, ræddi við KSÍ um að taka við landsliðinu og stýra Kristianstad áfram út árið en fyrir helgi breyttust forsendurnar.

Að sögn Guðna vildi KSÍ ekki að Elísabet myndi stýra liðinu í hlutastarfi í ár.

„Við vorum á endanum ekki tilbúin að taka skrefið til baka og gera landsliðsþjálfarastarfið að hlutastarfi. Um það snýst þetta mál. Það eru nokkur ár síðan að þetta starf var gert að fullu starfi. Eins miklar mætur og við höfum á Elísabetu, þó að við höfum rætt við fleiri umsækjendur eins og hún vissi, þá töldum við það ekki ásættanlegt [að hún þjálfaði félagslið á sama tíma],“ segir Guðni við Vísi í dag.

Sjá einnig:
Elísabet tekur ekki við landsliðinu - „Ég er drullusvekkt með þetta"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner