mán 25. janúar 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak búinn að fá félagaskipti aftur til Englands
Ísak í leik með ÍA síðasta sumar.
Ísak í leik með ÍA síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Ísak Snær Þorvaldsson er samkvæmt vefsíðu KSÍ búinn að fá félagaskipti aftur til Englands þar sem hann er samningsbundinn Norwich City.

Hann er því ekki lengur löglegur með ÍA nema þeim takist að fá hann aftur á láni.

„Ef hann spilar á Íslandi þá viljum við auðvitað að það verði hjá okkur. En þetta veltur allt saman á Norwich," sagði Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri ÍA, við Fótbolta.net í síðustu viku um Ísak.

Ísak staldraði stutt við á láni hjá skoska liðinu St. Mirren á síðasta tímabili áður en hann fór svo til ÍA. Hann lék sjö leiki í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili. Ísak, sem er 19 ára gamall, er samningsbundinn Norwich til 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner