Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 25. janúar 2021 11:10
Magnús Már Einarsson
Solskjær segir Van de Beek að tækifærunum muni fjölga
Donny van de Beek
Donny van de Beek
Mynd: Getty Images
Donny van de Beek fékk sjaldséð tækifæri í byrjunarliði Manchester United í sigri á Liverpool í enska bikarnum í gær.

Van De Beek hefur komið við sögu í 22 leikjum síðan hann kom frá Ajax á 40 milljónir puda síðastliðið sumar en hann hefur einungis leikið fjóra heila leiki.

Þrátt fyrir fá tækifæri þá horfir til bjartari tíma hjá Van de Beek að sögn The Athletic.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, fundaði með Hollendingnum í síðustu viku og tjáði honum að tækifærunum muni fjölga síðari hluta tímabils.

Manchester United er í enska bikarnum og Evrópudeildinni auk þess sem hálft tímabil er eftir í ensku úrvalsdeildinni. Solskjær reiknar því með að Van de Beek fái fleiri tækifæri á næstu vikum þar sem leikjaálagið verður mikið.
Athugasemdir
banner
banner