Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. janúar 2022 15:35
Elvar Geir Magnússon
Eriksen æfir með varaliði Ajax
Kolbeinn Sigþórsson og Eriksen fagna hollenska meistaratitlinum 2013.
Kolbeinn Sigþórsson og Eriksen fagna hollenska meistaratitlinum 2013.
Mynd: Getty Images
Christian Eriksen æfir með varaliði Ajax en hann er í leit að nýju félagi. Eriksen hóf aðalliðsferil sinn hjá hollenska stórliðinu og var þar í fimm ár áður en hann gekk í raðir Tottenham 2013.

Hann komst að samkomulagi við Inter um riftun á samningi sínum í síðasta mánuði og hefur verið orðaður við enska úrvalsdeildarliðið Brentford.

Sóknarmiðjumaðurinn fékk í síðasta mánuði grænt ljós á að endurræsa fótboltaferil sinn eftir að hafa farið í hjartastopp í leik með danska landsliðinu á EM alls staðar.

Samkvæmt ítölskum reglum mátti ekki spila með bjargráð í deildinni þar og því komst Inter að samkomulagi um riftun.

„Ég er mjög ánægður með að vera hérna. Ég þekki fólkið hérna og mér líður eins og ég sé kominn heim. Með Jong Ajax get ég æft með liði þar sem gæðin eru mikil. Það er frábær staða fyrir mig, ég vil finna mitt besta aftur og þegar ég er kominn í nýtt lið vil ég leggja mitt af mörkum sem fyrst," segir Eriksen.

Hann hefur sagt að markmið sitt sé að vera í danska landsliðshópnum á HM í Katar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner