Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 25. janúar 2023 20:11
Brynjar Ingi Erluson
Fjórða mark Willums í deildinni - Alfons tekinn af velli í hálfleik
Mynd: Go Ahead Eagles
Willum Þór Willumsson, leikmaður Go Ahead Eagles, skoraði fjórða mark sitt í hollensku deildinni í 4-1 tapi fyrir AZ Alkmaar í kvöld.

Blikinn hefur verið einn af bestu mönnum Eagles frá því hann kom frá BATE Borisov síðasta sumar.

Hann var eins og venjulega í byrjunarliði Eagles en mark hans kom undir lok leiks. Liðið vann vítaspyrnu og skoraði Willum örugglega úr spyrnunni. Eagles er í 11. sæti deildarinnar með 19 stig.

Sjáðu vítaspyrnumark Willums hér

Alfons Sampsted var í byrjunarliði Twente sem gerði 2-2 jafntefli við Vitesse. Hægri bakvörðurinn var tekinn af velli í hálfleik en Twente er í 4. sæti með 35 stig.

Ögmundur Kristinsson var ónotaður varamaður hjá Olympiakos sem kom sér í undanúrslit gríska bikarsins með því að vinna 1-0 sigur á Aris. Olympiakos mætir AEK í undanúrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner