Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mið 25. janúar 2023 09:30
Elvar Geir Magnússon
Óvissa hjá Everton - Arsenal veitir Chelsea samkeppni um Caicedo
Powerade
Goodison Park, heimavöllur Everton.
Goodison Park, heimavöllur Everton.
Mynd: Getty Images
Moises Caicedo.
Moises Caicedo.
Mynd: Getty Images
Carlos Corberan.
Carlos Corberan.
Mynd: EPA
Patrick Vieira.
Patrick Vieira.
Mynd: EPA
Everton, Caicedo, Bielsa, Allardyce, Fresneda og Harrison í slúðurpakka dagsins. Kaffivélin er á yfirsnúningi á skrifstofum flestra félaga enda innan við vika í að glugganum verði lokað.

Farhad Moshiri, eigandi Everton, neitar fréttum um að hann hafi sett félagið á sölulista og segist algjörlega skuldbundinn félaginu. Mikil ólga er hjá Everton sem er stjóralaust og í fallsæti. (Liverpool Echo)

Arsenal gæti í sumar veitt Chelsea samkeppni um miðjumanninn Moises Caicedo (21) hjá Brighton. (Evening Standard)

Brighton hefur sett 100 milljóna punda verðmiða á ekvadorska landsliðsmanninn. (Times)

Kylian Mbappe (24) vonast til þess að Paris St-Germain geri tilboð í portúgalska miðjumanninn Bernardo Silva (28), leikmann Manchester City, í sumar. Þeir tveir voru saman hjá Mónakó. (Sun)

Everton mun halda áfram viðræðum við Marcelo Bielsa um að taka við liðinu en skoðar einnig að ráða Sam Allardyce. (Independent)

Bielsa er ekki sannfærður um að taka starfinu og Carlos Corberan, stjóri West Brom, er annar möguleiki. (Times)

Bielsa hefur rætt við Everton en hefur sagt félaginu að honum finnist liðið of hægt og það þyrfti að kaupa leikmenn með hraða áður en janúarglugganum verður lokað. (Mail)

Frank Lampard, sem var rekinn frá Everton á mánudag, er ákveðinn í að sanna sig og íhugar að flytja erlendis til að endurræsa sig og eignast nýtt upphaf. (Sun)

Leicester hefur áhuga á Jack Harrison (26), vængmanni Leeds. (Telegraph)

Senegalski framherjinn Nicolas Jackson (21) mun fara í læknisskoðun hjá Bournemouth í dag. Hann er keyptur á 20 milljónir punda. (Guardian)

Bournemouth er í viðræðum við Roma um úrúgvæska varnarmanninn Matias Vina (25). (90min)

Nottingham Forest vill fá Keylor Navas (36), markvörð Paris St-Germain. (Mail)

Chelsea hefur hafið viðræður við Thiago Silva (38) um nýjan samning. Núgildandi samningur hans rennur út eftir tímabilið. (Athletic)

Leeds er í viðræðum við Juventus um bandaríska miðjumanninn Weston McKennie (24). (Fabrizio Romano)

Arsenal leiðir kapphlaupið um spænska bakvörðinn Ivan Fresneda (18) hjá Real Valladolid. (Football Insider)

Tottenham er tilbúið að láta enska U21 landsliðsbakvörðinn Djed Spence (22) fara á lánssamningi. (90min)

West Ham vill fá brasilíska framherjann Marcos Leonardo (19) lánaðan frá Santos vegna meiðsla Danny Ings og Gianluca Scamacca. Tilboðum Hamranna hingað til hefur verið hafnað. (90min)

Patrick Vieira, stjóri Crystal Palace, er pirraður yfir athafnaleysi félagsins á leikmannamarkaðnum. (TalkSport)

Enski markvörðurinn Daniel Bentley (29) hjá Bristol City er á leið í læknisskoðun hjá Úlfunum. (Birmingham Live)
Athugasemdir
banner
banner
banner