Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 25. mars 2020 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pepe Reina telur sig hafa fengið veiruna
Mynd: Getty Images
Spænski markvörðurinn Pepe Reina telur sig hafa lent í kórónuveirunni í síðustu viku en hann tók þó ekki próf.

Reina leikur að láni hjá Aston Villa og tjáði sig um veiruna í samtali við El Partidazo de Cope.

„Í síðustu viku var komið að mér að fá veiruna. Þetta hefur verið skrýtin vika, ég hef verið að gera mitt besta til að sýkja ekki fólkið sem býr með mér," sagði Reina.

„Hérna færðu ekki próf við veirunni nema þú sért í mjög slæmu ástandi. Ég ræddi við lækna og einkennin pössuðu öll við kórónuveiruna en þau voru mild.

„Við knattspyrnumenn erum ótrúlega heppnir á þessum tímum. Við eigum stór hús og mikið pláss. Hugur minn er hjá fólki sem býr í 70 fermetrum með tvö börn - það er fólk sem þarf að sýna mikinn styrk."


Enska úrvalsdeildin er í pásu út apríl og segist Reina vera sáttur með að fótboltaheimurinn hafi stöðvast.

„Fótboltinn er kominn í aftursætið. Mér er nokkuð sama, heilsa fólks kemur í fyrsta sæti. Ég veit ekki hvort við munum spila aftur á tímabilinu, við megum ekki byrja of snemma og auka þannig smithættuna."
Athugasemdir
banner
banner
banner