Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 25. mars 2023 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Árborg og KFR innsigluðu toppsætin
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Árborg endar á toppi riðils 1 í C-deild Lengjubikarsins eftir fjörugt sex marka jafntefli á útivelli gegn KB.


Gústaf Hreinn Kristjánsson setti tvennu fyrir KB í fyrri hálfleik en gestirnir úr Árborg svöruðu fyrir sig og staðan 2-2 í leikhlé.

Sigurður Óli Guðjónsson setti þriðja mark Selfyssinga í síðari hálfleik en Aakash Gurung jafnaði fyrir heimamenn skömmu síðar í Breiðholti og lokatölur 3-3. Árborg endar því með tíu stig eftir 4 umferðir og KB með fjögur stig.

KB 3 - 3 Árborg
1-0 Gústaf Hreinn L Kristjánsson ('22 )
2-0 Gústaf Hreinn L Kristjánsson ('28 )
2-1 Trausti Rafn Björnsson ('31 )
2-2 Aron Freyr Margeirsson ('45 )
2-3 Sigurður Óli Guðjónsson ('60 )
3-3 Aakash Gurung ('65 )

Nágrannar Árborgar í KFR enda á toppi riðils 3 í Lengjubikarnum eftir annað sex marka jafntefli gærkvöldsins. KFR endar með 7 stig eftir þrjár umferðir eftir jafntefli við sameinað botnlið Berserkja og Mídasar, sem endar aðeins með eitt stig.

Rúnar Þorvaldsson kom Rangæingum í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu fyrir sig og voru komnir með 2-3 forystu í síðari hálfleik.

Tómas Helgi Ágústsson Hafberg varð svo fyrir því óláni að setja boltann í eigið net í uppbótartíma til að bjarga stigi fyrir topplið KFR.

KFR 3 - 3 Berserkir/Mídas
1-0 Rúnar Þorvaldsson ('17 )
2-0 Rúnar Þorvaldsson ('35 )
2-1 Ásgeir Eyþórsson ('39 )
2-2 Steinar Haraldsson ('50 )
2-3 Kolbeinn Tumi Gautason ('62 )
3-3 Tómas Helgi Ágústsson Hafberg ('90 , Sjálfsmark)

Að lokum höfðu Úlfarnir betur á útivelli gegn Skallagrími í riðli 4. Þar gerðu Úlfarnir út um viðureignina í fyrri hálfleik þökk sé tvennu frá Halldóri Bjarka Brynjarssyni.

Steinar Bjarnason skoraði snemma leiks áður en Halldór setti tvennu og leiddu gestirnir því með þremur mörkum í leikhlé.

Skallagrímur vann seinni hálfleikinnn 1-0 en það dugði ekki til og lokatölur urðu 1-3. Úlfarnir enda í öðru sæti, með sjö stig úr fjórum leikjum. Skallagrímur er áfram á botninum, án stiga en á eftir að spila botnslaginn við Hamar.

Skallagrímur 1 - 3 Úlfarnir
0-1 Steinar Bjarnason ('3)
0-2 Halldór Bjarki Brynjarsson ('23)
0-3 Halldór Bjarki Brynjarsson ('32)
1-3 Elvar Þór Guðjónsson ('79)


Athugasemdir
banner
banner
banner