Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. mars 2023 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Nemanja Matic búinn að framlengja við Roma
Mynd: EPA

Serbneski miðjumaðurinn Nemanja Matic er í miklu uppáhaldi hjá Jose Mourinho og spilaði undir hans stjórn hjá Chelsea og Manchester United áður en þeir skiptu báðir yfir til Roma á Ítalíu.


Matic er 34 ára gamall og hefur verið að sinna lykilhlutverki á miðju Rómverja sem eru í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti í ítalska boltanum auk þess að vera komnir í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar.

Serbinn hefði runnið út á samningi í sumar en samkvæmt ítölskum fjölmiðlum er hann búinn að spila nóg af leikjum til að virkja ákvæði í samningi sínum við Roma. Ákvæðið framlengir samning Matic um eitt ár, og er hann því samningsbundinn Roma þar til í júní 2024.

Samningsákvæðið virkjaðist þegar Matic var búinn að spila 50%

Matic, sem verður 35 ára í ágúst, lagði landsliðsskóna á hilluna fyrir fjórum árum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner