Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 25. mars 2023 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tuchel telur Bayern vera með eitt af bestu fótboltaliðum Evrópu
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Thomas Tuchel var ráðinn sem aðalþjálfari FC Bayern í gær eftir að hafa verið án starfs síðan hann var rekinn frá Chelsea síðasta haust.


Stjórn Bayern ákvað að stökkva strax á Tuchel þegar ákveðið var að reka Julian Nagelsmann, enda höfðu stórlið á borð við Real Madrid og Tottenham sýnt Tuchel áhuga.

Allt þetta mál kom fótboltaheiminum mjög á óvart og er Tuchel þar meðtalinn.

„Ég bjóst við að halda mínum þjálfaraferli áfram utan landsteinanna því ég var ekki í neinu sambandi við Bayern. Fyrstu samskipti mín við Bayern voru núna á þriðjudagskvöldið og ég þurfti að sofa á þessu því þetta kom mér allt í opna skjöldu. Ég þurfti smá tíma til að átta mig á stærð verkefnisins og ákvað svo að eina í stöðunni væri að samþykkja að starfa fyrir þetta risastóra félag," sagði Tuchel á sínum fyrsta fréttamannafundi sem stjóri Bayern.

„Samningsviðræðurnar gengu virkilega vel fyrir sig. Þær voru mjög opnar og heiðarlegar, annars hefði ekki verið hægt að ganga frá samningsmálum svona skjótt.

„Ég er stoltur af tækifærinu sem ég fæ hér til að taka við einu af allra stærstu og sigursælustu félögum í sögu evrópskrar knattspyrnu. Ég tel FC Bayern búa yfir einu af allra bestu fótboltaliðum sem eru til í Evrópu um þessar mundir.

„Það verður allt að vera skýrt og það mega ekki vera neinar afsakanir. Bayern er félag með skýra stefnu og mjög sérstakt DNA."


Athugasemdir
banner
banner